Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, er haldinn hátíðlegur á óhefðbundinn hátt um allt land í ár vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Dagskráin var gott sem fullmótuð þegar COVID-19 skall á í mars og þurfti undirbúningsnefndin í Hafnarfirði að fylgjast vel með tilmælum almannavarna og sníða þessa árlegu hátíð eftir samkomutakmörkunum.
Þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, er haldinn hátíðlegur á óhefðbundinn hátt um allt land í ár vegna aðstæðna í þjóðfélaginu. Dagskráin var gott sem fullmótuð þegar COVID-19 skall á í mars og þurfti undirbúningsnefndin í Hafnarfirði að fylgjast vel með tilmælum almannavarna og sníða þessa árlegu hátíð eftir samkomutakmörkunum. Þó verður ýmis óvænt skemmtun og hvatning í gangi, s.s. „Hlustað á hljóðið“ og „Grillað í garðinum“ og eru íbúar m.a. hvattir til að taka sig saman í sínum hverfum og búa til sína eigin hátíð, bjóða gestum heim og njóta alls sem nærumhverfið, bærinn og upplöndin hafa upp á að bjóða.
Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi við Sunnu Magnúsdóttur, verkefnastjóra 17. júní hátíðarinnar í ár.
Bæjarbúar eru hvattir til að flagga á sinn hátt, hvort sem það er í stangir, glugga, blómapotta eða hvar sem þeim dettur í hug. Mynd/OBÞ
Daginn fyrir þjóðhátíðardaginn, eða 16. júní, verður honum „þjófstartað“ með bílabíói við Ásvallalaug, þar sem tvær bíósýningar verða sýndar á risatjöldum. Um verður að ræða Víti í Vestmannaeyjum kl. 18 og Með allt á hreinu kl. 20. Á sama tíma verður Reykjavík Streetfood með tíu vagna á Ásvöllum. „Sjálfur 17. júní hefst svo á hefðbundinn hátt með því að flaggað verður á helstu stöðum í bænum. Við hvetjum íbúa Hafnarfjarðar til að flagga líka og/eða setja fána út í glugga, í blómapotta á pallinum eða í innkeyrslunni. Það verður mögulega hægt að hvetja til fánatalningar eins og bangsatalningin sem heppnaðist svo vel í vor,“ segir Sunna.
Ýmsar hátíðlegar áherslur á 17. júní saman komnar á einni mynd. Mynd/ÓMS
Vegna samkomutakmarkana munu fastir liðir eins og fjallkonan og fleiri ekki stíga á stokk á Thorsplani og flytja ljóð, leik og söng. Sunna segir að í staðinn til hátíðarbrigða verði notuð hugtökin Grillað í garðinum og Hlustað á hljóðið. „Grillað í garðinum gengur út á að hvetja íbúa Hafnarfjarðar til að taka sig saman í görðum, á pöllum og í íbúahverfum sínum og gera minni hátíðir og gleðjast saman. Hlustaðu á hljóðið verður svo tvíþætt; annars vegar mun Ísbíllinn keyra langflestar götur í bænum og gefa börnum ís. Hins vegar „Hafnarfjarðarlestina“, svipað og Kóklestin, bíl sem mun aka um bæinn og spila viðeigandi hátíðartónlist.“ Þá verði íbúar einnig hvattir til að nýta sameiginlegu samkomusvæðin við Hvaleyrarvatn, í Hellisgerði, á Víðistaðatúni og Thorsplani að vild. „Það verða heit grill allan daginn á Víðistaðatúni og við Hvaleyrarvatn þar sem fólk getur komið og grillað.“
Náttúruperlan Hvaleyrarvatn er vinsælt til að dvelja við og busla í. Mynd/OBÞ
Hefðbundin 17. júní dagskrá í Hafnarfirði var gott sem klár þegar COVID-19 skall á. „Við urðum að sníða okkur stakk eftir vexti og í takti við afléttingar á samkomubanni. Við byrjuðum að funda í janúar en svo breyttist allt,“ segir Sunna. Einhverra óvæntra uppákoma megi vænta um bæinn í viðbót, en þær verði ekki tímasettar eða staðsettar fyrirfram. Svo verði öll menningarhús opin og sundlaugarnar líka, sem sé óvanalegt á þessum degi. Þá muni Lúðrasveit Hafnarfjarðar einnig láta sjá sig í bænum. „Það býr mjög skapandi og skemmtilegt fólk í Hafnarfirði og ég veit að við náum í sameiningu að gera þennan dag eftirminnilegan á öðruvísi en fjölbreyttan hátt. Þetta verður nokkurs konar þjóðhátíðardagur í bakgarðinum heima í Hafnarfirði og við hlökkum mikið til,“ segir Sunna að lokum.
Viðtal við Sunnu birtist í Hafnfirðingi 15. júní 2020.
Sjá „dagskrá“ og hvatningu á þjóðhátíðardegi 2020
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…