Þjóðarátak í plokki á Degi umhverfisins

Fréttir

Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfisins 25. apríl næstkomandi. Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í Hafnarfirði til virkrar þátttöku í deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum.

Við hvetjum íbúa og fyrirtæki til þátttöku í STÓRA PLOKKDEGINUM!

Stóri plokkdagurinn verður haldinn laugardaginn 25. apríl á Degi umhverfisins 2020. 

Stóri plokkdagurinn verður haldin á Degi umhverfisins 25. apríl næstkomandi. Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og starfsfólk fyrirtækja í Hafnarfirði til virkrar þátttöku í deginum og plokka eins og vindurinn í sínu næsta nágrenni eða á öðrum vel völdum svæðum. Hægt er að nálgast ruslapoka í þjónustuveri Strandgötu 6 og þjónustumiðstöð Norðurhellu 2.  Plokkarar eru beðnir um að tilkynna um þá staði þar sem pokar eru skyldir eftir í gegnum ábendingagátt sveitarfélagsins þar sem hægt er að taka mynd með nákvæmri  staðsetningu.  Einnig er hægt að fara með óflokkað plokk í gám Terra sem stendur við verslun Krónunnar við Flatahraun. 

Í gegnum ábendingagátt er einnig tilvalið að benda sveitarfélaginu á svæði sem þarf að hreinsa sérstaklega eða koma með ábendingar um annað það sem betur má fara. 

HafnarfjordurPlokkar

Taktu þátt í þjóðarátaki í plokki!

Nú er staðan á mörgum heimilum þannig að öllum vantar hreyfingu og öllum langar að gera eitthvað uppbyggjandi. Stóri Plokkdagurinn er í ár, í ljósi aðstæðna í samfélaginu, tekinn með stuttu tilhlaupi og tvær hendur tómar. Plokkarar landsins hafa ráðgert að plokka í tveimur hollum á Stóra Plokkdaginn – fyrri hluti er frá 10 á laugardagsmorgun og seinni frá klukkan 13. Notum næstu daga til að horfa í kringum okkur á leiðinni í vinnuna eða í göngutúrunum og finnum svæði sem eiga það skilið að verða plokkuð á laugardaginn. Láta svo slag standa á laugardaginn! 

Viltu vera leiðtogi í þínu hverfi? 

Skipuleggjendur Stóra plokkdagsins hafa óskað eftir leiðtogum í öllum hverfum. Öflugum einstaklingum sem eru tilbúnir til að leiða sín hverfi áfram, búa til viðburð á samfélagsmiðlum hverfisins, stefna öllum í plokk klukkan 10 og svo kl 13 á laugardag og velja staði þar sem þörf er að taka til. Oftast í kringum stórmarkaði, bensínstöðvar, stór gatnamót og umferðaræðar. Svo má líka beina „tínum“ að skólum og leiksvæðum. Skipuleggjendur hafa boðist til að framleiða merki fyrir hverfin. Beiðni um slík merki fyrir ákveðin hverfi skal senda á: einarbardar@mac.com 

Nánari upplýsingar um Stóra plokkdaginn á Facebook

PLOKKTRIXIN Í BÓKINNI

  • Finna sér svæði til að plokka á og hvetja fjölskylduna til að taka þátt.
  • Stofna viðburð í eigin hverfi eða tengja sig inn á stofnaðan viðburð.
  • Útvega sér ruslapoka, hanska og plokktöng. Hægt er að nálgast poka í þjónustuveri og þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar miðvikudaginn 22. apríl og föstudaginn 24. apríl.
  • Klæða sig eftir aðstæðum.
  • Virða samkomubannið og gæta að tveggja metra reglunni.
  • Senda mynd og upplýsingar í gegnum ábendingagátt Hafnarfjarðarbæjar eða fara með plokkið/ruslið í gám Terra við Krónuna á Flatahrauni.
  • Gæta fyllstu varúðar og brýna fyrir börnum að láta nálar og aðra hættulega hluti vera, en tilkynna til foreldra eða umsjónarmanna svo mögulegt sé að fjarlægja þá.


Sýnum umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki

Að plokka gefur fólki tækifæri á að sameina útiveru og hreyfingu sem og að sýna umhverfinu og samfélaginu kærleik í verki. Að plokka fegrar umhverfið en það er víða sem náttúran er illa sett af plasti og rusli ýmiskonar eftir stormasaman vetur. Samkomubann er alveg upplagt til að taka á því í plokkinu.  Pössum bara upp á 2 metra regluna, hugum að sóttvörnum og verum með hanska!

Plokktímabilið 2020 er formlega hafið!  

Ábendingagátt