Þjóðarsáttmáli um læsi

Fréttir

Undirritaður  hefur verið samstarfssamningur milli Hafnarfjarðarbæjar, fulltrúa Heimilis og skóla í Hafnarfirði og mennta- og menningarmálaráðherra um þjóðarátak í læsi barna og ungmenna.

Undirritaður  hefur verið samstarfssamningur milli Hafnarfjarðarbæjar, fulltrúa Heimilis og skóla í Hafnarfirði og mennta- og menningarmálaráðherra um þjóðarátak í læsi barna og ungmenna.

Við  undirritun á  sáttmálanum lagði Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs áherslu á það þurfi að vera skemmtilegt að lesa.

„ Að mínu mati er það stórt verkefni að reyna að ná til fólks, – barnanna, foreldra þeirra og annarra til að raunveruleg vitundarvakning um mikilvægi lestrar og læsis verði í samfélaginu og hve  skemmtilegt það er að lesa! Því það má ekki einblína á að börnin lesi sér til gagns það þarf að ýta undir skemmtanagildi lestrar – það þarf að verða svolítið töff að lesa og spennandi að geta rætt um bækur og hvað í þeim gerist eins og þau gera gjarnan eftir áhorf á bíómyndir eða sjónvarpsþætti“

Með þjóðarsáttmálanum skuldbinda aðilar samningsins sig til að vinna að því með öllum tiltækum ráðum að ná settu markmiði um læsi sem felur í sér að hlutfall þeirra sem ná grunnviðmiðum í lesskilningi PISA fari úr 79% (2012) í 90% 2018.

Þjóðarsáttmálinn fellur vel að verkefninu LESTUR ER LÍFSINS LEIKUR sem hefur verið í gangi í Hafnarfirði undanfarin misseri og vill fræðsluráð í kjölfarið stuðla að almennri vitundarvakningu í bæjarfélaginu um mikilvægi lesturs til stuðnings læsisverkefninu og um leið þjóðarsáttmálanum.

Bæklingur um þjóðarsáttmálann

Ábendingagátt