Þjóðhátíð fagnað í Hafnarfirði

Fréttir

Þjóðhátíðardagur hefst í Hafnarfirði við fyrsta hanagal með fánahyllingu á Hamrinum og víðsvegar um bæinn. Allir áhugasamir geta tekið þátt í skrúðgöngu sem hefst við Hraunbyrgi kl. 13 og endar við Menntasetrið við Lækinn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar spilar nokkur lög. 

Hæ hó og jibbý jei í Hafnarfirði 

Þjóðhátíðardagur hefst í Hafnarfirði
við fyrsta hanagal með fánahyllingu á Hamrinum og víðsvegar um bæinn. Allir áhugasamir
geta tekið þátt í skrúðgöngu sem hefst við Hraunbyrgi kl. 13 og endar við
Menntasetrið við Lækinn þar sem Lúðrasveit Hafnarfjarðar spilar nokkur lög. Fyrir ári síðan voru Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar hvattir
til að halda sína eigin þjóðhátíð í garðinum heima en í ár verður skemmtidagskrá í boði víðs
vegar um bæinn.

Skemmtidagskrá á fjórum stöðum

Thorsplan hefur um árabil verið aðal hátíðarsvæðið á þjóðhátíðardegi í Hafnarfirði. Í ár fer
skemmtidagskrá hins vegar fram á fjórum stöðum; Hellisgerði, Hörðuvöllum, Víðistaðatúni og
Thorsplani. Dagskráin er fjölbreytt;
allt frá tónleikum í sirkus- og sápukúlulist. Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar
2021, Friðrik Dór, mun troða upp á tveimur stöðum með GDRN, diskótekið Dísa mun
halda uppi stuðinu, Víkingar verða á vappi á Víðistaðatúni og skátarnir bjóða í
leik,klifurvegg og kanóasiglingar. Opið hús verður m.a. í Íþróttahúsinu við
Strandgötu, Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg og Byggðasafni Hafnarfjarðar.
Óvæntar uppákomur verða svo í boði um víða bæ. Fjallkona Hafnarfjarðar 2021 og
bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2020, Bergrún Íris Sævarsdóttir, mun flytja ljóð
við setningu þjóðhátíðardagskrár í Hellisgerði.

Fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima
í Hafnarfirði – sjá dagskrá

Ábendingagátt