Þjónustan verði í fremstu röð til framtíðar litið

Fréttir

Með nýju sviði þjónustu- og þróunar sem tekur formlega til starfa 1. september er tekið skref í þá átt að geta leyst sem flest erindi er berast bænum í fyrstu snertingu í þjónustuveri eða með stafrænum þjónustuleiðum. Hið nýja svið tekur við ábyrgð á þjónustuveri bæjarins, tölvudeild og samskiptamálum. Að auki færast menningar- og ferðamál ásamt tengdum stofnunum til hins nýja sviðs.

Þjónusta verði í fremstu röð – úrlausn í fyrstu snertingu er markmiðið

Með nýju sviði þjónustu- og þróunar sem tekur formlega til
starfa 1. september er tekið skref í þá átt að geta leyst sem flest erindi er
berast bænum í fyrstu snertingu í þjónustuveri eða með stafrænum
þjónustuleiðum. Hið nýja svið tekur við ábyrgð á þjónustuveri bæjarins,
tölvudeild og samskiptamálum. Að auki færast menningar- og ferðamál ásamt
tengdum stofnunum til hins nýja sviðs.

Breytingarnar voru samþykktar í bæjarráði og bæjarstjórn í
vor og byggja þær á umfangsmikilli greiningarvinnu á þjónustu bæjarins. Í
þeirri vinnu var lögð áhersla á að fá fram sem flest sjónarmið, jafnt innan
stjórnkerfisins sem bæjarbúa. Opnuð var sérstök ábendingagátt þar sem íbúar
gátu sent ábendingar um það sem betur mætti fara og haldinn var íbúafundur þar
sem rætt var um þjónustuveitingar Hafnarfjarðarbæjar. „Þessi vinna leiddi í ljós að margt mætti betur fara í þjónustuveitingu
ekki síst vegna þess að innviðir og verkferlar hafa ekki breyst í takt við
breyttar þarfir og breytt umhverfi. Við erum með þessum breytingum að taka
mikilvægt skref til að nútímavæða og bæta þjónustu bæjarins enda viljum við að
hún sé í fremstu röð,“
segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri. Nýtt svið þjónustu og þróunar mun á næstu vikum og mánuðum forgangsraða verkefnum og aðgerðum og vinna að innleiðingu verkefna sem eru til þess fallin að stytta boðleiðir, hraða afgreiðslu og bæta þjónustu sveitarfélagsins. Sviðsstjóri hins nýja sviðs þjónustu og þróunar er Sigurjón Ólafsson. 

Samhliða
ofangreindum breytingum er heitum fagsviða stjórnsýslu breytt til að
endurspegla betur verkefni þeirra og viðfangsefni:

  • Fjölskylduþjónusta
    fær heitið fjölskyldu-og barnamálasvið
  • Fræðslu-og
    frístundaþjónusta fær heitið mennta-og lýðheilsusvið
  • Umhverfis-og
    skipulagsþjónustu fær heitið umhverfis-og skipulagssvið
Ábendingagátt