Matjurtagarðar

Í matjurtagörðum er frábært tækifæri til að rækta sitt eigið grænmeti á sumrin.

Matjurtagarðar Hafnarfjarðar eru fyrir alla bæjarbúa, bæði fjölskyldur og einstaklinga, gegn vægu gjaldi. Þú þarft að koma með grænmeti og annað efni til ræktunar en færð aðgengi að vatni og minni verkfærum.

Matjurtagarðarnir eru staðsettir í Öldutúni og á Víðistöðum. Garðarnir afhendast plægðir og hefst úthlutun í lok maí. Skráning hefst 30. apríl, velja þarf sveitarfélag og staðsetningu á matjurtagarði sem óskað er eftir (matjurtagarður Öldutún/matjurtagarður Víðistaðir).

Gjaldskrá

Matjurtagarðar

Matjurtagarðar kr.
Einn garður 1.781 kr.
Tveir garðar 2.969 kr.