Frístundastyrkur
Hafnarfjörður styrkir íþrótta- og tómstundastarf barna 6–18 ára um 4.750 kr. á mánuði.
Nýting styrks
Þegar foreldrar eða forsjáraðilar skrá barn rafrænt í starf hjá íþrótta- og tómstundafélagi er hægt að velja að nýta frístundastyrk gegnum Sportabler hjá viðkomandi félagi. Styrkurinn er dreginn frá þátttökugjöldum í hverjum mánuði. Því miður er ekki er hægt að endurgreiða styrk frá félagi ef búið er að ráðstafa styrknum þangað.
Félögin mega vera innan eða utan Hafnarfjarðar. Nemendur í tónlistarnámi geta einnig notað frístundastyrkinn.
Íþróttafélag birtist ekki
Ef íþróttafélag kemur ekki upp í listanum á Mínum síðum getur þú haft samband við þjónustuver í síma 585 5500 eða á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is til að athuga hvort að félagið sé með samning við Hafnarfjarðarbæ.
Hvenær á barn rétt á styrk?
Barn á rétt á styrk frá 1. janúar á árinu sem það verður 6 ára og til 31. desember árið sem það verður 18 ára. Styrkurinn er greiddur einu sinni í hverjum mánuði sem barnið er á æfingum.
Styrkur yfir sumarið
Ef barn nýtir ekki frístundastyrk yfir sumarmánuðina (júní, júlí og ágúst) er hægt að nýta mánaðarlega styrkupphæð í sumarnámskeið sem er samtals í átta daga eða lengur á mánuði. Greitt er út 20. hvers mánaðar fyrir umsóknir sem berast til og með 15. sama mánaðar. Það er ekki hægt að flytja styrk á milli mánaða.
Þú sækir um sumarnámskeiðs styrk á Mínum síðum.
Afrit af reikningi þarf að koma með umsókninni. Þar þarf eftirfarandi að koma fram:
- Fullt nafn og kennitala barns.
- Heiti íþrótta-, skóla eða tómstundarfélags og hvaða deild eða námskeið við á.
- Upphafs- og lokadagsetning námskeiðs.
- Heildarkostnaður.
- Stimpill eða undirritun starfsmanns.