Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær styrkir íþrótta- og tómstundastarf barna frá þriggja til átján ára aldurs um allt að 65 þúsund krónur á ári. Börn á aldrinum þriggja til fimm ára fá hálfan styrk sem foreldrar eða forráðamenn ráðstafa rafrænt.
Foreldrar eða forsjáraðilar geta valið að nýta frístundastyrk í gegnum Abler þegar þau skrá barn rafrænt í starf hjá íþrótta- og tómstundafélagi sem eru þar. Hægt er að velja fjárhæð styrksins hverju sinni eftir því sem inneignin segir til um. Félögin mega vera innan eða utan Hafnarfjarðar. Nemendur í tónlistarnámi geta einnig notað frístundastyrkinn.
Hægt er að sækja um styrk fyrir félög sem birtast ekki í Abler. Slíka umsókn má finna á Mínum síðum hjá Hafnarfjarðarbæ, sé félagið með samning við Hafnarfjarðarbæ. Þú getur haft samband við þjónustuver í síma 585 5500 eða á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is til að athuga hvort að félagið sé með samning við Hafnarfjarðarbæ.
Barn á rétt á styrk frá 1. janúar á árinu sem það verður 3 ára og til 31. desember árið sem það verður 18 ára. Styrkurinn er greiddur eins og hentar fjölskyldunum hverju sinni, allt að 65 þúsund krónum fyrir 6-18 ára en 32.500 krónur fyrir 3-5 ára börn.
Enginn greinarmunur er gerður á sumri eða vetri. Frístundastyrkurinn gildir alltaf fyrir námskeið sem samræmast reglum og standa í 10 vikur eða lengur.
Þriggja til fimm ára börn fá 32.500 krónur í frístundastyrk á hverju ári. Markmiðið með frístundastyrknum fyrir þennan aldur er að hann auðveldi börnum að finna þá íþrótt eða tómstund sem hentar þeim.
Um leið og einstaklingur verður 18 ára þá þarf hann sjálfur að ráðstafa sínum styrk með sínum rafrænu skilríkjum, foreldrar hætta að sjá styrkinn hjá sér. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina.
Námskeiðið/starfsemin þarf að standa yfir í að minnsta kosti 10 vikur samfellt til að starfsemi geti talist styrkhæf. Starfsemin þarf að vera byggð á uppeldislegum gildum og forvörnum og fara fram undir stjórn/leiðsögn menntaðs fagaðila á sviði íþrótta og/eða tómstunda. Ónýttur styrkur flyst ekki á milli ára.
Var efnið hjálplegt?