Frístundastyrkur

Hafnarfjarðarbær styrkir íþrótta- og tómstundastarf barna frá þriggja til átján ára aldurs um allt að 65 þúsund krónur á ári. Börn á aldrinum þriggja til fimm ára fá hálfan styrk sem foreldrar eða forráðamenn ráðstafa rafrænt. 

Nýting styrks

Foreldrar eða forsjáraðilar geta valið að nýta frístundastyrk í gegnum Abler þegar þau skrá barn rafrænt í starf hjá íþrótta- og tómstundafélagi sem eru þarHægt er að velja fjárhæð styrksins hverju sinni eftir því sem inneignin segir til um. Félögin mega vera innan eða utan Hafnarfjarðar. Nemendur í tónlistarnámi geta einnig notað frístundastyrkinn.  

Íþróttafélag birtist ekki

Hægt er að sækja um styrk fyrir félög sem birtast ekki í Abler. Slíka umsókn má finna á Mínum síðum hjá Hafnarfjarðarbæ, sé félagið með samning við Hafnarfjarðarbæ. Þú getur haft samband við þjónustuver í síma 585 5500 eða á hafnarfjordur@hafnarfjordur.is til að athuga hvort að félagið sé með samning við Hafnarfjarðarbæ. 

Hvenær á barn rétt á styrk?

Barn á rétt á styrk frá 1. janúar á árinu sem það verður 3 ára og til 31. desember árið sem það verður 18 ára. Styrkurinn er greiddur eins og hentar fjölskyldunum hverju sinni, allt að 65 þúsund krónum fyrir 6-18 ára en 32.500 krónur fyrir 3-5 ára börn. 

Styrkur yfir sumarið

Enginn greinarmunur er gerður á sumri eða vetri. Frístundastyrkurinn gildir alltaf fyrir námskeið sem samræmast reglum og standa í 10 vikur eða lengur.  

Upphæð frístundastyrkja 3-5 ára 

Þriggja til fimm ára börn fá 32.500 krónur í frístundastyrk á hverju ári. Markmiðið með frístundastyrknum fyrir þennan aldur er að hann auðveldi börnum að finna þá íþrótt eða tómstund sem hentar þeim.  

Upphæð frístundastyrkja 6-18 ára 

Um leið og einstaklingur verður 18 ára þá þarf hann sjálfur að ráðstafa sínum styrk með sínum rafrænu skilríkjum, foreldrar hætta að sjá styrkinn hjá sér. Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu óháð fjölda greina. 

  • Börn á aldrinum 6 til 18 ára fá 65.000 krónur. 
  • Ráðstafa þarf styrk á tímabilinu 1. janúar til 31. desember. 

Líkamsræktarkort ungmenna 14-18 ára 

  • Heimilt er að veita styrk til kaupa á líkamsræktarkortum til ungmenna 14-18 ára. 
  • Miðað er við fæðingarár. Þriggja til tólf mánaða kort að líkamsræktarstöðvum eru styrkhæf. Líkamsræktarstöðvar þurfa að uppfylla skilyrði um fræðslu til iðkenda og fagmennsku í sinni starfsemi. 

Styrkhæf frístund 

Námskeiðið/starfsemin þarf að standa yfir í að minnsta kosti 10 vikur samfellt til að starfsemi geti talist styrkhæf. Starfsemin þarf að vera byggð á uppeldislegum gildum og forvörnum og fara fram undir stjórn/leiðsögn menntaðs fagaðila á sviði íþrótta og/eða tómstunda. Ónýttur styrkur flyst ekki á milli ára.