Krakkavitinn

Krakkavitinn er síða fyrir þig ef þú vilt vita meira um réttindi barna, hvað ungmennaráðið í Hafnarfirði er að bralla og hvað skiptir unga fólkið í bænum máli.

Hér getur þú lesið fréttir, deilt hugmyndum og haft áhrif með því að koma þínum ábendingum  áfram!

Enn betri bær fyrir börn og ungmenni!

Ert þú með tillögur fyrir Hafnarfjörð – hvernig getur Hafnarfjarðabær verið enn betri bær fyrir börn og ungmenni? Allar hugmyndir eru góðar hugmyndir.

Hvað gerir ungmennaráð Hafnarfjarðar?

Ungmennaráð Hafnarfjarðar er öruggur vettvangur fyrir ungmenni í framhalds- og grunnskólum til að koma fram þeirra skoðunum.

Ráðið gefur ungmennum tækifæri til þess segja skoðanir sínar um málefni sem tengjast börnum og ungmennum.

Þetta ráð hefur haft áhrif á daglegt líf ungmenna, en undanfarin ár hefur ráðið lagt fram tillögur til bæjarstjórnar, til dæmis að hafa tíðarvörur á baðherbergjum skólanna og óska eftir meiri kynfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar.

Ungmennaráðið er líka duglegt að taka þátt í alls konar verkefnum. Þau hafa farið á ráðstefnur eins og Ungt Fólk og lýðræði, á Farsældarþing í Hörpu ásamt öðrum verkefnum, til dæmis að fara til Tartu, Höfn í Hornafirði og á Alþingi.

Guðbjörg Helga Kolbeins

Fulltrúi í ungmennaráði Hafnarfjarðar

Vissir þú þetta?

  1. Barnasáttmáli Sameinuðu Þjóðanna

    • Barnasáttmálinn er alþjóðleg viðurkenning á að börn séu fullgildir einstaklingar með sjálfstæð réttindi og að þið eigið ykkar eigin réttindi – óháð réttindum fullorðinna.
    • Þú getur lesið allt um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna á barnvænu máli.
    Barnasáttmálinn á barnvænu máli
  2. Barnaréttindagleraugu - hvað er það?

    Hafnarfjörður er innleiða Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna í samstarfi við UNICEF. En út á hvað gengur það eiginlega 

    Það þýðir að með því að innleiða að Hafnarfjörður samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og að forsendur sáttmálans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi alla starfsemi þess.

    Starfsfólk og stjórnmálamenn Hafnarfjarðar eiga að setja upp svokölluð „barnaréttindagleraugu“ og skoða verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum og leita meira til barna og ungmenna og fá ykkar skoðanir til að raddir ykkar geti hljómað hátt.

  3. Það er líka hægt að horfa á myndband

    • Þú getur horft á myndbandsfræðslu um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna frá UNICEF Akademíunni. Samkvæmt 42. grein þurfa allir að þekkja réttindi barna. 
    •  Þú getur fengið fjölskyldumeðlimi með þér í lið til að fræðast saman um réttindi barna. 
    Inngangur að Barnasáttmálanum
  4. Barnahnappurinn

    Í febrúar árið 2024 var settur sérstakur barnahnappur inn á alla iPada hjá börnum og ungmennum í 5.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar.

    Barnahnappurinn er leið þín og vina þinna til biðja um aðstoð og hjálp á auðveldan hátt.​ Hnappurinn opnar aðgang síðu þar sem þið get látið vita af líðan ykkar, áhyggjum eða aðstæðum og óskað eftir aðstoð á auðveldan og aðgengilegan hátt. 

  5. Réttindahornið á barnadeildinni

    Bókasafn Hafnarfjarðar er með sérstakt réttindahorn á barnadeildinni. Þar er hægt að fræðast í gegnum bækur um greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

    Vissir þú að:

    • börn og unglingar undir 18 ára fá ókeypis skírteini gegn ábyrgð foreldra?
    • á bókasafni Hafnafjarðar getur þú t.d. fengið lánað Ukulele?
    • það er hægt að bóka rabbrými á bókasafninu og taka upp hlaðvarp?
    Sjá meira um réttindahornið

Vissir þú að?

  1. Það eru til lög fyrir börn sem heita farsældarlög!

    En hvað er eiginlega átt við með farsæld barna?

    Öll börn eiga samkvæmt lögum rétt á þá þjónustu sem þau þurfa, þegar á þarf halda. 

    Kíktu á myndbandið
    Meira um farsæld barna
  2. Hvað er Bergið headspace?

    Ef þú ert á aldrinum 12- 25 ára getur þú fengið fría ráðgjöf hjá Berginu Headspace á Austurgötu 8 í Hafnarfirði.

    Bergið er stuðningsog ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp 25 ára aldri. Markmið Bergsins er bjóða upp á þjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.  

     

    Bergið head space
    Panta ráðgjöf
  3. Sjúkt spjall

    Vissir þú að þetta væri til?

     

    Þ er til nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.

    Sjúkt spjall
  4. Barnaheill

    Ef þú hefur spurningar varðandi kynheilbrigði, sambönd eða samskiptum getur þú farið á vefsíðu Barnaheills þar sem má finna ýmsar vangaveltur og svör við pælingum ungs fólks.

    Barnaheill - kynntu þér málið
Dagsetning Umsóknarfrestur