Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Krakkavitinn er síða fyrir þig ef þú vilt vita meira um réttindi barna, hvað ungmennaráðið í Hafnarfirði er að bralla og hvað skiptir unga fólkið í bænum máli.
Hér getur þú lesið fréttir, deilt hugmyndum og haft áhrif með því að koma þínum ábendingum áfram!
Ert þú með tillögur fyrir Hafnarfjörð – hvernig getur Hafnarfjarðabær verið enn betri bær fyrir börn og ungmenni? Allar hugmyndir eru góðar hugmyndir.
Ungmennaráð Hafnarfjarðar er öruggur vettvangur fyrir ungmenni í framhalds- og grunnskólum til að koma fram þeirra skoðunum.
Ráðið gefur ungmennum tækifæri til þess segja skoðanir sínar um málefni sem tengjast börnum og ungmennum.
Þetta ráð hefur haft áhrif á daglegt líf ungmenna, en undanfarin ár hefur ráðið lagt fram tillögur til bæjarstjórnar, til dæmis að hafa tíðarvörur á baðherbergjum skólanna og óska eftir meiri kynfræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar.
Ungmennaráðið er líka duglegt að taka þátt í alls konar verkefnum. Þau hafa farið á ráðstefnur eins og Ungt Fólk og lýðræði, á Farsældarþing í Hörpu ásamt öðrum verkefnum, til dæmis að fara til Tartu, Höfn í Hornafirði og á Alþingi.
Guðbjörg Helga Kolbeins
Fulltrúi í ungmennaráði Hafnarfjarðar
Hafnarfjörður er að innleiða Barnasáttmála sameinuðu þjóðanna í samstarfi við UNICEF. En út á hvað gengur það eiginlega?
Það þýðir að með því að innleiða að Hafnarfjörður samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í sínu starfi og að forsendur sáttmálans gangi sem rauður þráður gegnum starfsemi alla starfsemi þess.
Starfsfólk og stjórnmálamenn Hafnarfjarðar eiga að setja upp svokölluð „barnaréttindagleraugu“ og skoða verk- og ákvarðanaferla með hliðsjón af sáttmálanum og leita meira til barna og ungmenna og fá ykkar skoðanir til að raddir ykkar geti hljómað hátt.
Í febrúar árið 2024 var settur sérstakur barnahnappur inn á alla iPada hjá börnum og ungmennum í 5.-10. bekk í grunnskólum Hafnarfjarðar.
Barnahnappurinn er leið þín og vina þinna til að biðja um aðstoð og hjálp á auðveldan hátt. Hnappurinn opnar aðgang að síðu þar sem þið getið látið vita af líðan ykkar, áhyggjum eða aðstæðum og óskað eftir aðstoð á auðveldan og aðgengilegan hátt.
Bókasafn Hafnarfjarðar er með sérstakt réttindahorn á barnadeildinni. Þar er hægt að fræðast í gegnum bækur um greinar Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Vissir þú að:
En hvað er eiginlega átt við með farsæld barna?
Öll börn eiga samkvæmt lögum rétt á að fá þá þjónustu sem þau þurfa, þegar á þarf að halda.
Ef þú ert á aldrinum 12- 25 ára getur þú fengið fría ráðgjöf hjá Berginu Headspace á Austurgötu 8 í Hafnarfirði.
Bergið er stuðnings– og ráðgjafasetur fyrir ungt fólk upp að 25 ára aldri. Markmið Bergsins er að bjóða upp á þjónustu með áherslu á stuðning, fræðslu og ráðgjöf. Í Berginu er lagt upp með að skapa notalegt og öruggt umhverfi fyrir ungt fólk sem vill fá aðstoð fagfólks og notenda með fjölbreytta reynslu.
Vissir þú að þetta væri til?
Það er til nafnlaust netspjall fyrir ungmenni til að ræða áhyggjur af samböndum, samskiptum eða ofbeldi.
Ef þú hefur spurningar varðandi kynheilbrigði, sambönd eða samskiptum getur þú farið á vefsíðu Barnaheills þar sem má finna ýmsar vangaveltur og svör við pælingum ungs fólks.
Kór Öldutúnsskóla fagnaði sextugsafmæli um helgina. Starfið þessa sex áratugi hefur verið einstakt. Aðeins tveir kórstjórar hafa starfað við kórstjórn…
Alþjóðadagur barna er í dag. Dagurinn er afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Af því tilefni sátu öll börn miðstigs í skólum…
„Það skiptir máli að unga fólkið okkar hafi rödd í samfélaginu okkar,“ fagstjóri forvarna- og frístundastarfs. Tugir ungmenna úr nemendaráðum…
Vetrarfrí verður í grunnskólum og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. október. Fjölmargt er hægt að gera í Hafnarfirði
Nýtt hópastarf fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára hefst á næstu vikum í Hreiðrinu í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Markmiðið…
Félagsmiðstöðva- og ungmennahúsavinna verður í Hafnarfirði 13.-17. október. Vikan er árleg og varpar ljósi á góða starfið sem þar er…
Samstarfsyfirlýsing um að stuðla saman að farsæld barna í viðkvæmri stöðu var undirrituð í dag. 150 einstaklingar sem vinna saman…
Verk Ísabellu, Mörtu Ísabel og Þorbjörgu Heklu stóðu upp úr 109 verkum í sumarlestrar-fjársjóðsleit Bókasafns Hafnarfjarðar og skólabókasafnanna.
Sveit Hvaleyrarskóla fékk mikilvæga reynslu á Norðurlandamótinu sem haldið var í Helsinki dagana 12.-15. september.
Var efnið hjálplegt?