Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þú þarft hvorki að vera mótorhaus né tónlistarmaður til mæta. Það eru allir velkomnir í Músik og Mótor!
Í Músík og mótor er ókeypis aðstaða fyrir ungt tónlistarfólk í Hafnarfirði til að æfa, semja, pródúsera og vinna tónlist. Á staðnum eru tónlistarherbergi og æfingaaðstaða sem eru leigð út tónlistarfólk og hljómsveitir á aldrinum 13–25 ára. Aðstaðan er aðgengileg öllum og starfsmaður er á staðnum, til að aðstoða ef þarf, milli kl 18:00 til 22:00 alla mánudaga og miðvikudag og fyrsta og þriðja föstudaginn í mánuði
Hljómsveitir og aðrir sem eru að búa til tónlist komast í upptökuver hjá okkur til að taka upp sitt eigið efni undir leiðsögn. Sagan hefur sýnt að Músíkhúsið er frábær stökkpallur fyrir ungar og efnilegar hljómsveitir sem eru að stíga sín fyrstu eða önnur skref í hinum bráðskemmtilega heimi tónlistarinnar.
Hægt er að sækja um aðstöðu með því að tala við starfsfólk á staðnum, senda tölvupóst á mgm@hafnarfjordur.is eða hringja í síma 534 7260 á opnunartíma.
Mótorverkstæði er einnig er í húsinu þar sem hægt er að sinna öllum verkefnum sem tengjast bílum, mótorhjólum og reiðhjólum. Öll helstu verkfæri eru í boði og starfsfólk sem þekki vel til viðgerða er á staðnum til að aðstoða.
Lögð er áhersla á að allar meginforsendur með starfsemi Músík og mótor byggist á frumkvæði, hugmyndum og áhuga unga fólksins. Einnig er áhersla lögð á fjölbreytileika í starfi þar sem einstaklingar læra og upplifa lífið á mismunandi hátt.
Öllum á að líða vel á starfsstöðvum. Það er forsenda þess að hægt sé að huga að öðrum markmiðum og að ungt fólk geti unnið að sínum áhugamálum. Ungt fólk á að fá tækifæri til að vinna við eigin hugmyndir og styðja starfsmenn við það starf. Starfsfólk á að vera góðar fyrirmyndir og ungmenni geta leitað til þeirra eftir upplýsingum og ráðgjöf.
Var efnið hjálplegt?