Þjónustuver

Þjónustuverið tekur alltaf vel á móti þér.

Þjónusta og upplýsingagjöf

Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði. Hægt er að ná í starfsfólk þjónustuvers í síma, netspjalli, tölvupósti eða mæta bara í eigin persónu. Þjónustuverið reynir að leysa úr fyrirspurnum í fyrstu snertingu en kemur málum áleiðis í réttan farveg ef þess þarf. Símatímar við starfsfólk Hafnarfjarðar eru bókaðir hjá þjónustuveri.

 

Rafræn þjónusta

Hafnarfjörður hefur lagt aukna áherslu á rafræna þjónustu við íbúa og fyrirtæki og á mínum síðum má nálgast ýmsar umsóknir og fylgjast með stöðu mála hjá bænum.

 

Ábendingar til Hafnarfjarðar

Hafir þú ábendingu um það sem betur má fara í umhverfi eða þjónustu Hafnarfjarðarbæjar endilega sendu okkur ábendingu í gegnum Ábendingagátt. Við bendum á að margar upplýsingar má finna á vefnum okkar hafnarfjordur.is

Kortavefur Hafnarfjarðar

Kortavefur Hafnarfjarðar er öflugt tól til að kynnast bænum betur. Þar má til dæmis finna upplýsingar um fasteignir, skipulag, teikningar, lausar lóðir, veitur, samgöngur, þjónustu og umhverfið.

Skilaboðakerfi Hafnarfjarðarbæjar

Hafnarfjarðarbær nýtir fjölbreyttar leiðir til að ná til íbúa og fyrirtækja í bænum. Ein af þessum leiðum eru SMS smáskilaboð til íbúa og fyrirtækja í ákveðnum götum og hverfum bæjarins þegar við á. Þessi leið er til að mynda notuð þegar koma þarf út sértækum upplýsingum um t.d. bilanir, viðgerðir, lokanir og götusópanir. Skilaboðakerfið er tengt við Kortavef Hafnarfjarðarbæjar sem nýtir þjónustu 1819.is. Ef símanúmer íbúa er ekki skráð hjá 1819, er hægt að skrá það á vef 1819.is eða óska eftir því að númer sé skráð í skilaboðakerfið hjá Hafnarfjarðarbæ með því að senda tölvupóst á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is með nafni íbúa, símanúmeri og heimilisfangi.

Símatímar

Allir símatímar hjá Hafnarfjarðarbæ fara í gegnum þjónustuver. Þjónustufulltrúar gefa samband við starfsfólk sviða á auglýstum símatímum og hægt er að hafa samband í síma 585 5500.

Þjónustuverið getur svarað almennum fyrirspurnum og vilja leysa málin í fyrstu snertingu.

Gagnlegir hlekkir

Hér má finna gagnlega hlekki.