Meindýravarnir

Ábendingagátt

Hafnarfjarðarbær sinnir meindýravörnum hjá íbúum sem verða varir við rottur eða mink.

Hafnarfjarðarbær sinnir meindýravörnum hjá íbúum sem verða varir við rottur eða mink. Til að losna við þessi meindýr eða vilt tilkynna dáið eða slasað dýr geturðu sent skilaboð gegnum ábendingagáttina eða hringt í Þjónustumiðstöð í síma 585 5670. Það er reynt að bregðast við sem fyrst.

Hlutverk meindýravarna bæjarins er að halda meindýrum í lágmarki með eyðingu meindýra, upplýsingagjöf og fyrirbyggjandi starfsemi eins og að setja upp gildrur eða láta rottueitur í niðurföll.