Nágrannavarsla
Virk nágrannavarsla fækkar innbrotum, skemmdarverkum og veggjakroti. Íbúar fylgjast betur með nærumhverfi sínu og allir hagnast af þeirri samvinnu.
Vilt þú setja á fót nágrannavörslu?
Talaðu við nokkra nágranna og athugaðu hvort áhugi sé á virkri nágrannavörslu. Reynslan sýnir að árangursríkast er að skipuleggja nágrannavörslu á minni svæðum, til dæmis í einni götu eða fjölbýlishúsi.
Ef áhugi er til staðar geturðu haldið áfram:
- Kynntu fyrirhugaða nágrannavörslu með dreifibréfi.
- Safnaðu undirskriftum á þátttökulista.
- Haldið kynningarfund með nágrönnum og veljið hópstjóra.
- Hópstjóri sækir um uppsetningu nágrannavörsluskiltis á vegum bæjarins á Mínum síðum. Að minnsta kosti 70% íbúa hússins eða götunnar þurfa að hafa skrifað undir þátttökulista.
Markmið nágrannavörslu er að gera hvern og einn meðvitaðri um þá þætti sem snúa að innbrotum. Hvernig á að ganga frá heimilinu, bílnum, bílskúrnum, garðinum og öðru til að minnka líkur á innbroti. Á vefsíðu VÍS má sjá gátlista fyrir nágrannavörslu.