Jarðvegslosun

​Í Bolaöldum er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni eins og mold, möl og grjót.

Móttaka í Bolaöldum

Svæðið er staðsett í Bolaöldum í hlíðum Vífilsfells í landi Ölfuss. Þar er námusvæði og með móttöku á jarðefnum er verið að endurheimta land í eldri námum. Ekið er að námusvæðinu frá Suðurlandsvegi til suðurs rétt vestan við Litlu-Kaffistofuna.

Nánar um Bolöldu.

Hvað má losa?

Eingöngu er heimilt að losa endurnýtanlegt, óvirkt jarðefni sum sé mold, möl og grjót. Einnig má losa steinsteypubrot sem búið er að klippa af öll útistandandi járn og hreinsa af öðrum efnum, til dæmis einangrun, pappa og klæðningu.

Ekki er heimilt að losa lífrænan úrgang eins og garðaúrgang, húsdýraskít og landbúnaðarhrat

Afgreiðsluferli

  1. Við komu í Bolaöldur tekur starfsmaður á móti viðskiptavini.
  2. Viðskiptavini ber að veita upplýsingar um eðli og uppruna úrgangs.
  3. Keyrt er á losunarstað þar sem úrgangur er losaður.​

Smærri farmar úrgangs

Hægt er að koma með smærri farma í Sorpu við Breiðhellu. Þar geta íbúar og smærri fyrirtæki komið með úrgang til endurvinnslu eða förgunar.

Gjaldfrjáls úrgangur 

Íbúar greiða ekki fyrir losun á úrgangi frá daglegum heimilisrekstri né fyrir endurvinnsluefnum. Förgun grass, trjágreina og garðaúrgangs frá heimilum allt að 2m3 er gjaldfrjáls hjá Sorpu.

Einnig taka Vatnskarðsnámur við Krísuvíkurveg og Grafa og grjót við Tunguhellu á móti burðarhæfum jarðefnum. Bent er að hafa samband við þau áður en losað er.