Nýtt sorpflokkunarkerfi

Um miðjan maí 2023 hófst innleiðing á nýju sorpflokkunarkerfi í Hafnarfirði, líkt og á höfuðborgarsvæðinu öllu. Fjórum úrgangsflokkum verður framvegis safnað við hvert heimili bæjarins lögum samkvæmt. Allar almennar upplýsingar um nýtt fyrirkomulag má finna á vefnum: www.flokkum.is.

Nýtt sorpflokkunarkerfi

Um miðjan maí 2023 hófst innleiðing á nýju sorpflokkunarkerfi í Hafnarfirði og verður fjórum úrgangsflokkum framvegis safnað við hvert heimili bæjarins lögum samkvæmt:

  • Matarleifar
  • Blandaður úrgangur
  • Plastumbúðir
  • Pappír og pappi

Fjöldi nýrra tunna á heimili

Fjöldi fastnúmera á hverju heimilisfangi 240L tvískipt sorptunna: 240L brúntunna:
1 1 0
2 2 0
3 3 0
4-7 0 2
8-10 0 3
11-13 0 4
14-16 0 5
17-19 0 6
20-26 0 7
27-29 0 8
30-33 0 9
34-36 0 10
37-40 0 11
41-43 0 12
44-47 0 13
48-50 0 14
51-54 0 15
55-57 0 16
58-61 0 17
62-64 0 18
65-67 0 19

Dæmi

  • Sérbýli (eitt fastnúmer) fær eina tvískipta 240L tunnu.
  • Sérbýli (þrjú fastnúmer) fær þrjár tvískiptar 240L tunnur.
  • Fjölbyli med 14 íbúðum (fastnúmerum) fær 5 brúntunnur.
  • Fjölbyli med 56 íbúðum (fastnúmerum) fær 16 brúntunnur.

Sérbýli

Tvískipt ílát

Við hvert sér­býli (einbýli, tvíbýli og þríbýli) hefur eitt tví­skipt 240 lítra ílát bæst við fyrir hvert fasteignanúmer. Tví­skipta ílátið er fyr­ir matarleifar og bland­að­an úr­gang.

Endurmerkt ílát

Sorpílátin sem fyr­ir voru voru end­ur­merkt­. Gráa tunn­an fyr­ir plast­umbúð­ir og bláa tunn­an fyrir papp­ír og pappa. Hugmyndin er að öll sér­býli séu með þrjú ílát eft­ir breyt­ing­una.

Kaup á tvískiptu íláti

Nú geta eigendur sérbýla, sem eru virk í flokkun og eru með 240L plast- og pappatunnurnar hálftómar geta keypt sér annað tvískipt 240L ílát fyrir plast og pappír. Ekki verður aukin losunartíðni fyrir heimili með tvö tvískipt ílát.

 

Tvískipt ílát

Hægt er að kaupa tvískipt 240L ílát fyrir plast og pappír.

Fjölbýli

Ílát fyrir matarleifar

Við fjöl­býl­i bæt­ast við brún­ 240L ílát fyr­ir mat­ar­leif­ar en fjöldi íláta er sérsniðinn að þörfum hvers fjölbýlis.

Samsetning íláta

Grátunn­ur/-kör verða end­ur­merktar fyrir blandaðan úrgang og plast­. Blátunnur/-kör und­ir papp­ír/pappa verða einnig end­ur­merkt­ar.

Djúpgámar í fjölbýli

Við fjöl­býli með djúp­gáma er hafin samvinna með húsfélögum við að finna lausn á söfn­un úr­gangs­flokkanna.

Losun, sorpílát og sorptunnugerði

Plastkarfa og bréfpokar - lífrænn úrgangur

Sam­hliða dreif­ingu á ílátum fá öll heim­ili plast­körf­ur og bréf­poka til að safna mat­ar­leif­um inni á heim­il­un­um. Pokar verða fríir út árið í matvöruverslunum. Ekki er leyfilegt að nota aðrar pokategundir, hvorki úr pappír, maís eða plasti fyrir matarleifar.

Losunartíðni

Ílát undir matarleifar og blandaðan úrgang verða áfram losuð á 14 daga fresti. Ílát undir plast og pappír verða áfram losuð samtímis á 28 daga fresti. Ekki er hægt að sækja um aukna tíðni á sorplosun. Hér getur þú skoðað viðmiðunardagsetningar fyrir losun á þínu heimili. Ábendingar um sorplosanir t.d. ekki búið að tæma skal senda á þjónustumiðstöð Hafnarfjarðar á netfangið: thm@hafnarfjordur.is eða hringja í síma 585-5670.

 

Almennt um sorpílátin

Í Hafnarfirði eiga íbúar sorpílátin sín sjálf og sjá um endurnýjun þeirra. Umsóknir fyrir kaup á nýjum 240L ílátum og aukalosun fyrir aukatunnur er að finna á Mínum síðum undir Umsóknir (umsóknin Sorpílát). Hafnarfjarðarbær selur ekki 660L kör, þau er hægt að kaupa hjá Terra og Íslenska gámafélaginu. Ný lok á sorptunnur (fyrir tunnutýpur 2013 og yngri), tappa og dekk eru seld í afgreiðslu þjónustumiðstöðvar að Norðurhellu 2.

Sorptunnugerði

Ekki þarf að sækja um leyfi byggingafulltrúa þegar sorptunnugerði eru byggð eða breytt. Huga þarf þó að sjónlínum t.d. vegna bílastæða og þegar sorptunnugerði er við lóðarmörk þá þarf samþykki aðliggjandi lóðarhafa. Húseigendur geta sent byggingafulltrúa teikningu á netfangið: byggingafulltrui@hafnarfjordur.is

Samskipti

Íbú­ar eru hvatt­ir til að hafa sam­band við Hafnarfjarðarbæ þeg­ar spurn­ing­ar vakna með því að: