Vatnsveita Hafnarfjarðar sér um vatnsöflun og dreifingu neysluvatns í Hafnarfirði.

Vatnsveita

Sækja um heimaæð

Hvert á að tilkynna truflanir á vatnir?

Til að láta laga lítinn þrýsting, vatnsleysi eða aðrar truflanir er best að senda okkur ábendingu í gegnum ábendingagátt bæjarins. Neyðarnúmer utan opnunartíma er 664 5646. Tilkynningar um lokanir vegna framkvæmda eru alltaf auglýstar á vefnum.

Sækja um heimaæð

Ef þú ert í byggingarframkvæmdum og þarft að tengja neysluvatnsheimaæð geturðu sótt um það á Mínum síðum

Um vatnsveitu Hafnarfjarðar

Fyrstu tildrög að vatnsveitu í bænum var þegar Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar var stofnað árið 1904. Í fyrstu sóttu bæjarbúar vatn í vatnskrana sem settir voru upp víðs vegar um bæinn. Síðar var farið að leiða vatn í hús.

Vatnsveita Hafnarfjarðar sér nú um vatnsöflun og dreifingu neysluvatns í Hafnarfirði. Vatn er leitt til bæjarins frá Kaldárbotnum. Núverandi aðveituæð er frá árinu 1950 og fullnægir hún enn vatnsþörf bæjarins.

Starfsemi vatnsveitunnar uppfyllir skilyrði matvælareglugerðar og er vatnsveitan með virkt innra eftirlit og starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.

Á liðnum áratugum hafa verið boraðar fjölmargar rannsóknarborholur í nágrenni Hafnarfjarðar. Fyrstu holur voru vegna jarðhitaleitar og voru allar grunnar eða 60–100 m. Á síðasta áratug lét Vatnsveitan bora á sjötta tug rannsóknarhola til að kanna grunnvatn, þær dýpstu tæpir 90 m. Holurnar eru dreifðar um svæðið frá Helgafelli að Straumsvík.