Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Vatnsveita Hafnarfjarðar sér um vatnsöflun og dreifingu neysluvatns í Hafnarfirði.
Til að láta laga lítinn þrýsting, vatnsleysi eða aðrar truflanir er best að senda okkur ábendingu í gegnum ábendingagátt bæjarins. Neyðarnúmer utan opnunartíma er 664 5646. Tilkynningar um lokanir vegna framkvæmda eru alltaf auglýstar á vefnum.
Ef þú ert í byggingarframkvæmdum og þarft að tengja neysluvatnsheimaæð geturðu sótt um það á Mínum síðum.
Fyrstu tildrög að vatnsveitu í bænum var þegar Vatnsveitufélag Hafnarfjarðar var stofnað árið 1904. Í fyrstu sóttu bæjarbúar vatn í vatnskrana sem settir voru upp víðs vegar um bæinn. Síðar var farið að leiða vatn í hús.
Vatnsveita Hafnarfjarðar sér nú um vatnsöflun og dreifingu neysluvatns í Hafnarfirði. Vatn er leitt til bæjarins frá Kaldárbotnum. Núverandi aðveituæð er frá árinu 1950 og fullnægir hún enn vatnsþörf bæjarins.
Starfsemi vatnsveitunnar uppfyllir skilyrði matvælareglugerðar og er vatnsveitan með virkt innra eftirlit og starfsleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs.
Á liðnum áratugum hafa verið boraðar fjölmargar rannsóknarborholur í nágrenni Hafnarfjarðar. Fyrstu holur voru vegna jarðhitaleitar og voru allar grunnar eða 60–100 m. Á síðasta áratug lét Vatnsveitan bora á sjötta tug rannsóknarhola til að kanna grunnvatn, þær dýpstu tæpir 90 m. Holurnar eru dreifðar um svæðið frá Helgafelli að Straumsvík.
Var efnið hjálplegt?