Þjónustusamningur við Blakfélag Hafnarfjarðar

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Blakfélag Hafnarfjarðar undirrituðu á aðventunni þjónustusamning sem tekur til allrar þeirra þjónustu sem Blakfélagið veitir íbúum í Hafnarfirði og framlags Hafnarfjarðarbæjar fyrir þjónustuna. Félagið, sem áður var hluti af almenningsdeild Hauka, er nú orðið sjálfstætt.

Hafnarfjarðarbær og Blakfélag Hafnarfjarðar undirrituðu á aðventunni þjónustusamning sem tekur til allrar þeirra þjónustu sem Blakfélagið veitir íbúum í Hafnarfirði og framlags Hafnarfjarðarbæjar fyrir þjónustuna. Í dag er starf fullorðinna í félaginu mjög öflugt auk þess sem áhersla á barnastarf félagsins er að aukast. 15-20 börn, 18 ára og yngri, æfa reglubundið hjá félaginu í dag. Félagið, sem áður var hluti af almenningsdeild Hauka, er nú orðið sjálfstætt

Framlag mun aukast í takt við fjölgun iðkenda 18 ára og yngri

Með tilkomu samnings eykst aðgengi Blakfélags Hafnarfjarðar að íþróttasölum sem aftur opnar á ákveðin tækifæri til stækkunar og eflingar. Blakfélagið fær þannig úthlutaða tíma í íþróttamannvirkjum sem bærinn hefur aðgang að á hverjum tíma. Tímafjölda til úthlutunar ákveður Íþrótta- og tómstundanefnd og sér ÍBH – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar – um að skipta úthlutuðum tíma milli aðildarfélaga og skal gæta þess að jafnræði sé í þeirri úthlutun. Framlag Hafnarfjarðarbæjar í dag er um 400.000.- kr á ársgrundvelli og mun framlag aukast í takt við fjölgun iðkenda yngri en 18 ára. Heilt yfir þá tekur samstarf Hafnarfjarðarbæjar við íþróttafélögin í sveitarfélaginu mið af gildi íþróttaiðkunar fyrir uppeldis og forvarnarstarf. Markmið Hafnarfjarðarbæjar er að stuðla að því að allir bæjarbúar eigi þess kost að iðka íþróttir við sem hagstæðust skilyrði óháð efnahag fjölskyldna. 

Ábendingagátt