Þjónustuver lokað frá og með 5. júní

Fréttir

Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 verður lokað frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 5. júní til og með kl. 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023, verði ekki samið á tímabilinu. Lokun nær líka til símsvörunar þjónustuvers, netspjalls á vef bæjarins og svörunar í gegnum samfélagsmiðla.

Boðað verkfall stendur yfir til og með 5. júlí nema samningar náist

Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 verður lokað frá og með miðnætti aðfaranótt mánudagsins 5. júní til og með kl. 23:59 miðvikudaginn 5. júlí 2023, verði ekki samið á tímabilinu. Lokun nær líka til símsvörunar þjónustuvers, netspjalls á vef bæjarins og svörunar í gegnum samfélagsmiðla. Vakin er sérstök athygli á því að tengiliðaupplýsingar um starfsfólk sveitarfélagsins má finna á vef: Starfsfólk | Hafnarfjörður (hafnarfjordur.is)

Sjálfsafgreiðsla á vef og í anddyri Ráðhúss

Anddyri Ráðhúss Hafnarfjarðar verður opið og þar geta gestir, sem eiga bókað viðtal eða fund í húsi, skráð komu sína gegnum móttökuskjá. Vakin er sérstök athygli á því að ekki verður tekið á móti teikningum í þjónustuveri á meðan á verkfalli stendur. Í neyðartilfellum er hægt er að setja bréf eða minni sendingar í afgreiðslukassa í anddyri en íbúar og aðrir hvattir til að nýta aðrar boðleiðir. Ábendingagátt Hafnarfjarðarbæjar er opin en vinnustöðvun mun hafa áhrif á svörun og vinnslu ábendinga. Þjónustumiðstöð mun áfram annast svörun ábendinga er varðar þeirra verkefni og verksvið.

Nýjar upplýsingar verða gefnar út á miðlum bæjarins um leið og þær liggja fyrir.

Ábendingagátt