Þóra Hrund nýr framkvæmdastjóri Markaðsstofu

Fréttir

Þóra Hrund Guðbrandsdóttur  hefur verið ráðin framkvæmdstjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Hún starfaði áður sem framkvæmdastjóri Ímark. Þóra Hrund er viðskipta og markaðsfræðingur með meistaragráðu í stjórnun, stefnumótun og verkefnastjórn.

Stefnt á að efla enn starf Markaðsstofu

Þóra Hrund Guðbrandsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdstjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Hún tekur við af Thelmu Jónsdóttur sem stýrt stýrði markaðsstofunni frá árinu 2020. Markaðsstofna hefur vaxið og dafnað verulega undir stjórn Thelmu svo Þóra Hrund tekur við góðu búi.

Þóra Hrund hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og viðburðastjórnun. Hún starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri Ímark 2020-2023. Hún er viðskipta- og markaðsfræðingur að mennt með meistaragráðu í stjórnun, stefnumótun og verkefnastjórn ásamt því að vera markþjálfi.

Þóru Hrundar bíður nú að efla enn frekar starfsemina, koma betur til móts við þarfir aðildarfyrirtækja, styrkja tengsl þeirra. Umfram allt verður verkefnið að kynna fjölbreytt og öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði.

Spennandi vordagskrá er framundan hjá Markaðsstofunni.

Markaðsstofan er opin á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 10:00 til 14:00. Hægt er að hafa samband með tölvupósti á msh@msh.is eða hringja í síma 840 0464.

Við bjóðum Þóru Hrund velkomna til starfa!

Ábendingagátt