Þorláksmessan í Hafnarfirði

Fréttir

Þorláksmessustemningin er í Hafnarfirði. Opið í Firði verslunarmiðstöð fram eftir kvöldi auk þess sem verslanir á Strandgötunni og víðar eru opnar til kl. 22-23. Við lofum notalegri og heimilislegri jólastemningu í miðbæ Hafnarfjarðar með jólatónlist, jólatrjám og jólasnjó. 

Þorláksmessustemningin er í Hafnarfirði. Opið í Firði verslunarmiðstöð fram eftir kvöldi auk þess sem verslanir á Strandgötunni og víðar eru opnar til kl.22-23 og margar hverjar til kl.13 á morgun aðfangadag. Jóladagskrá í Firði frá kl. 16 í dag, handverksmarkaður og spennandi jólatilboð. Við lofum notalegri og heimilislegri jólastemningu í miðbæ Hafnarfjarðar með jólatónlist, jólatrjám og jólasnjó. 

Síkátu sölumennirnir okkar í jólahúsum Jólaþorpsins þurftu frí í kvöld til að útrétta sjálfir með fjölskyldunni en verslunareigendur standa vaktina og aðstoða við innkaupin. Boðið verður upp á jólatónlist á Thorsplani frá kl.17-21 þannig að fjölskyldan geti dillað sér í takt og dansað í kringum jólatréð á ferð sinni um miðbæinn. 

Jólagleðina finnur þú í Hafnarfirði! 

Ábendingagátt