Þorláksmessuganga og Jólaþorp

Fréttir

Í kvöld verður jólaganga í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Lagt verður af stað kl. 19.00 frá nýja Lækjarskóla og gengið að Thorsplani. 

 

Í kvöld verður jólaganga í Jólaþorpinu í Hafnarfirði. Lagt verður af stað kl. 19.00 frá nýja Lækjarskóla og gengið að Thorsplani. Jólasveinar ættaðir úr Hellisgerði leiða gönguna. Á Thorsplani tekur jólakvartett á móti göngufólki með fallegum söng, boðið verður upp á skötu og jólin sungin inn að hætti Hafnfirðinga. Jólamarkaðurinn í Jólahúsunum er opinn til klukkan 21.00 og kl. 22.00 hefjast tónleikar í Bæjarbíói þar sem Björgvin Halldórsson flytur jólalög ásamt góðum gestum og hljómsveit. 

 

Jólin hefjast í Hafnarfirði.

Ábendingagátt