Þormóður Sveinsson ráðinn skipulagsfulltrúi

Fréttir

Þormóður tekur við starfi skipulagsfulltrúa, 1. október.

Þormóður lauk prófi í arkitektúr frá Háskólanum í Lundi árið 1979 og stundaði samhliða nám í hagrænni landafræði í  við sama skóla. Hann lauk framhaldsprófi í skipulagsfræði frá University of Manitoba í Kanada árið 1988. Þormóður er löggiltur arkitekt og hefur réttindi sem byggingarstjóri. Hann hefur starfað sem arkitekt í yfir 30 ár og hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu á sviði skipulags- og byggingarmála. Þormóður hefur jafnframt sinnt kennslu  til fjölda ára. Þormóður starfaði sem staðgengill byggingarfulltrúans í Reykjavík og yfirarkitekt þar frá árinu 1988-1997. Hann var í eigin rekstri frá árinu 1997-2013.Hann hefur starfað hjá Hafnarfjarðarbæ undanfarin ár og gegnt fastri stöðu arkitekts hjá skipulags- og byggingarsviði bæjarins frá 1. júní 2015.

Þormóður tekur við starfi skipulagsfulltrúa, 1. október.

Við óskum Þormóði velfarnaðar í starfi skipulagsfulltrúa.

Ábendingagátt