Þrettán verkefni hljóta menningarstyrk

Fréttir

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar afhenti í dag styrki úr seinni úthlutun menningarstyrkja ársins 2018. Þrettán verkefni hutu styrk að þessu sinni.

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar afhenti í dag styrki úr seinni úthlutun menningarstyrkja ársins 2018. Þrettán verkefni hutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. 

Menningarstyrki að þessu sinni hlutu eftirfarandi:

Spiccato Haustlauf – tónleikar í Hafnarborg 190.000 kr.
Guðbjörg Pálsdóttir Dúkkulísur á jólum, tónleikar í Hafnarfirði á aðventu 2018 240.000 kr.
Ragnar Már Jónsson Hátíðardjass í Hafnarfirði – tónleikar    65.000 kr.
Flensborgarkórinn Afmælistónleikar Flensborgarkórsins 325.000 kr.
Duo Ultima Duo Ultima: tónleikar með verkum eftir frönsk tónskáld 100.000 kr.
Leikfélag Hafnarfjarðar Hið vikulega 13 – hið barnalega    70.000 kr.
Leikfélag Hafnarfjarðar Ferðamaður deyr – leiksýning 380.000 kr.
Jólahjón Jólahjón – tónleikar 300.000 kr.
Sveinssafn Myndlistarsýning 375.000 kr.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar Tónleikar Pollapönks, Lúðrasveitar og Kórs Öldutúnsskóla 200.000 kr.
Soffía Sæmundsdóttir Dagar myndlistar – Opin vinnustofa Soffíu 4.-28.10.2018 100.000 kr.
Leikfélag Hafnarfjarðar Höfundanámskeið    50.000 kr.
Andrés Þ. Gunnlaugsson  Tónleikar  200.000 kr.

Úthlutun styrkja Hafnarfjarðarbæjar byggir á mati á umsóknum. Menningarviðburðir, listamenn, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar. Heildarupphæð styrkja í þessari úthlutun er kr.- 2.595.000. Samtals hefur þá verið úthlutað 8.000.000 kr í styrki til menningarmála á árinu.

Auglýst verður eftir umsóknum fyrir fyrri úthlutun menningarstyrkja 2019 í janúar.

Hafnarfjarðarbær óskar styrkþegum öllum innilega til hamingju! 

Ábendingagátt