Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Gaflaraleikhúsið frumsýnir fjölskyldusöngleikinn Langelstur að eilífu helgina 26. – 27. febrúar kl. 13. Verkið fjallar á einlægan hátt um vináttuna, lífið og dauðann en sýningin er full af gleði, söng, hlýju og hjartnæmum boðskap. Uppselt er á nokkrar sýningar og miðsala í fullum gangi á sýningar næstu vikur.
Fjölskyldusöngleikurinn Langelstur að eilífu frumsýndur í Gaflaraleikhúsinu
Gaflaraleikhúsið í Hafnarfirði frumsýnir fjölskyldusöngleikinn Langelstur að eilífu helgina 26. – 27. febrúar kl. 13. Leikgerð Bjarkar Jakobsdóttur sem jafnframt leikstýrir sýningunni er byggð á verðlaunabókum Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur um vinina Eyju og Rögnvald sem verða bestu vinir þrátt fyrir 90 ára aldursmun. Verkið fjallar á einlægan hátt um vináttuna, lífið og dauðann en sýningin er full af gleði, söng, hlýju og hjartnæmum boðskap. Uppselt er á nokkrar sýningar og miðsala í fullum gangi á sýningar næstu vikur.
Með hlutverk Rögnvaldar fer Sigurður Sigurjónsson sem hefur farið með fjöldamörg veigamikil hlutverk í leikhúsum landsins og leikið í sjónvarpi og ótal kvikmyndum. Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Ásgrímur Geir Logason bregða sér í ýmis hlutverk og leika meðal annars foreldra Eyju. Sjálf er Eyja leikin af tveimur sjö ára snillingum, þeim Nínu Sólrúnu Tamimi og Iðunni Eldeyju Stefánsdóttur. Að auki skipta tíu önnur hæfileikarík börn á aldrinum sjö til tíu ára með sér hlutverkum í sýningunni. Gaflaraleikhúsið hefur frá upphafi lagt mikla áherslu á kennslu í leiklist fyrir börn og ungmenni og var boðið upp á opnar áheyrnarprufur haustið 2021. Mörg hundruð börn mættu í prufur og greinilegt að leiklistaráhugi er mikill hjá yngri kynslóðinni.
Höfundur tónlistar og tónlistarstjórn er í höndum Mána Svavars og hefur hann samið sex ný lög með textum eftir þau Bergrúnu Írisi, Björk og Mána. Söngstjóri er Guðlaug Dröfn Ólafsdóttir og hönnuður búninga er Eva Björg Harðardóttir. Friðþjófur Þorsteinsson sér um ljósahönnun. Auk þess sér hann um hönnun leikmyndar ásamt Bergrúnu og Björk. Grafík hannaði Bergrún Íris Sævarsdóttir. Danshöfundur og sviðshreyfingar eru á vegum Chantelle Carey.
Hafnarfjörður er þekktur fyrir mikið og fjölbreytt menningarlíf. Þau Sigurður Sigurjónsson, Björk Jakobsdóttir og Bergrún Íris Sævarsdóttir eiga það sameiginlegt að hafa öll verið útnefnd bæjarlistamenn Hafnarfjarðar. Sigurður á hundrað ára afmælisdegi Hafnarfjarðar árið 2008, Bergrún árið 2020 eftir að hafa hlotið Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki barna og unglingabóka fyrir bók sína Langelstur að eilífu og Björk Jakobsdóttir 2019 fyrir að hafa lagt mikið af mörkum til að efla menningarlífið í Hafnarfirði og unnið með ungu fólki að verkefnum sem hafa vakið mikla athygli.
Gaflaraleikhúsið er hópur atvinnufólks sem hefur rekið leikhús við Víkingastræti í Hafnarfirði frá 2011 og skapað kraftmiklar, fyndnar, harmrænar, lifandi og sjónrænar leiksýningar og ný íslensk verk ávalt verið í forgrunni verkefnavals. Gaflaraleikhúsið nýtur stuðnings Sviðslistasjóðs og Hafnarfjarðarbæjar en með samningum við þessa aðila er ætlunin að byggja upp verkefni fyrir unga áhorfendur enn frekar innan leikhússins.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…