Gönguskíðabrautir lagðar í Hafnarfirði

Fréttir

Það virðar vel til útiveru þessa dagana og hefur Hafnarfjarðarbær í samstarfi við Golfklúbbinn Keili og fleiri góða aðila lagt þrjár gönguskíðabrautir.  Ákveðið tilraunaverkefni er í gangi með gönguskíðabraut á Víðistaðatúni en einnig hafa verið lagðar tvær gönguskíðabrautir á Hvaleyrarvelli.  Ein stutt og létt og önnur lengri og hæðóttari út frá vallarhúsinu til vesturs yfir á þann völl sem í daglegu tali heitir Hraunið. 

Komdu á gönguskíði í heimabyggð!

Það viðrar vel til vetraríþrótta þessa dagana og nú hefur Golfklúbburinn Keilir í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ lagt tvær gönguskíðabrautir á Hvaleyrarvelli. Önnur brautin er um 1 km og byrjar neðan við skálann og fer um Hvaleyrina. Hin brautin er um 2 km og byrjar við bílastæðin hjá Hraunkoti og fer yfir þann völl sem í daglegu tali heitir Hraunið. Brautirnar eru því mislangar og miserfiðar og ættu því að henta flestum. Upphaf brautanna er merkt með europallettum til bráðabirgða sem ættu að sjást auðveldlega og kort væntanlegt. Til stendur að Golfklúbburinn Keilir viðhaldi þeim brautum sem lagðar verða á golfvöllinn á meðan snjór og frost eru áfram í kortunum og vallarstarfsmenn þiggja allar góðar ábendingar.

Tilvalið sport fyrir alla fjölskylduna

Gönguskíði hafa notið sívaxandi vinsælda síðustu ár og eru Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar án efa í hópi virkra iðkenda.  Um er að ræða tilvalið sport fyrir alla fjölskylduna sem sameinar samveru, útiveru, hreyfingu og heilan helling af súrefni. Það er von Heilsubæjarins Hafnarfjarðar að Hafnfirðingar nýti sér þessar nýju brautir, fari að öllu með gát og njóti þess að skíða um Hraunið. Ef vel gengur verður skoðað hvort hægt verði að gera gönguskíðabrautir víðar, svo sem á Víðistaðatúni sem er ekki bara vel sótt yfir sumartímann heldur er það vinsælt að vetri fyrir vetrarsportið. Ófáir hafa notið þess að renna sér á snjóþotu á Víðistaðatúninu auk þess sem það nýtur vinsælda hjá vaxandi hópi brettaiðkenda.

Ábendingagátt