Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjölskyldu- og barnamálasvið sinnir öflugri velferðarþjónustu Hafnarfjarðar. Hefur þróun á verkferlum innan kerfisins síðustu ár stuðlað að bættu þverfaglegu samstarfi á milli deilda og stofnana í þágu íbúa sveitarfélagsins.
Viðtal við Rannveigu birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 3. mars 2022
„Velferðarþjónusta Hafnarfjarðar býr yfir miklum mannauði sem er forsenda þess að hægt er að þróa og efla starfið í þágu íbúa sveitarfélagsins. Verkefnin eru afar fjölbreytt og snúa að þjónustu við íbúana á fjölmörgum sviðum. Þar má nefna þjónustu við fatlað fólk, eldri borgara, barnavernd, félagslega ráðgjöf, fjárhagsaðstoð og þjónustu við fólk af erlendum uppruna, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Rannveig Einarsdóttir, sviðsstjóri fjölskyldu- og barnamálasviðs.
Að sögn Rannveigar hefur stafræn þróun gert velferðarþjónustu Hafnarfjarðar aðgengilegri og markvissari fyrir notendur. Á myndinni er Rannveig ásamt Ægi hjá stoðþjónustu flóttafólks. FRÉTTABLAÐIÐ / ERNIR
„Starfsmenn sviðsins eru 599 í 269 stöðugildum og er um að ræða samheldinn og jákvæðan hóp sem leggur sig allan fram í viðkvæmum störfum. Það er mikilvægt að þjónustan sé ávallt aðgengileg íbúum. Covid-19 hefur til dæmis verið mikil áskorun síðustu tvö árin en þjónustan verður að vera órofin og hefur það tekist með jákvæðni og útsjónarsemi starfsfólks. Hefur sviðið nú síðustu misserin lagt áherslu á stafræna þróun í því skyni að gera þjónustuna aðgengilegri og markvissari fyrir notendur. Við erum brautryðjendur í stafrænni afgreiðslu fjárhagsaðstoðar, sem er verkefni sem við erum að hleypa af stokkunum í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga.“
Velferðarþjónusta sveitarfélaga hefur verið í mikilli þróun síðustu ár. „Nýsamþykkt lög um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna setja til dæmis nýjar kröfur á sveitarfélögin varðandi snemmtækan stuðning við börn og fjölskyldur. Samvinna þeirra sem koma að málum fjölskyldna er þar í forgrunni. Þar hefur Hafnarfjarðarbær verið í leiðandi hlutverki með þróun Brúarinnar sem er verklag sem sveitarfélagið hefur innleitt síðustu fimm árin. Verklag Brúarinnar fellur að ákvæðum nýju laganna um samþættingu enda var horft til Hafnarfjarðar við gerð þeirra. Við sjáum nú þegar árangur af starfi Brúarinnar meðal annars þegar horft er til barnaverndarmála en þeim hefur ekki fjölgað síðustu árin, ólíkt því sem gerist í öðrum sveitarfélögum. Fjölskyldu- og barnamálasvið hefur einnig þróað nýjar leiðir í þjónustu við flóttamenn og umsækjendur um alþjóðlega vernd þar sem heildarsýn og samræmd nálgun er höfð að leiðarljósi. Starfsmannahópur með fjölþættan bakgrunn sinnir þeirri þjónustu af mikilli fagmennsku,“ segir Rannveig.
Viðtal við Rannveigu birtist í Fréttablaðinu fimmtudaginn 3. mars 2022.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…