Þú finnur jólaandann í jólabænum Hafnarfirði!

Fréttir

Jólablað Hafnarfjarðar er þessa dagana að detta inn um lúgur Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Jólabærinn hefur allt til alls m.a. þegar kemur að upplifun, afþreyingu, verslun og þjónustu

Komdu og njóttu aðventunnar í jólabænum!

Jólablað Hafnarfjarðar er þessa dagana að detta inn um lúgur Hafnfirðinga og vina Hafnarfjarðar í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi. Jólablaðið hefur þann eina og sanna tilgang að kynna jólabæinn Hafnarfjörð fyrir öllum áhugasömum, fyrir gestum og gangandi og varpa ljósi á þann hlýleika og fjölbreytileika sem býr með fólkinu og fyrirtækjunum í jólabænum Hafnarfirði. Jólabærinn hefur allt til alls m.a. þegar kemur að upplifun, afþreyingu, verslun og þjónustu. Fjölbreytt, öðruvísi og einstök verslun og þjónusta hefur hreiðrað um sig í öllum hverfum bæjarins síðustu misserin og stefnir allt í að sú uppbygging og vöxtur haldi áfram á nýju ári. 

5O5A4156Hjartasvellið mun opna í Hafnarfirði í desember. Viðmiðunardagsetning er laugardagurinn 11. desember ef allt gengur samkvæmt áætlun. Nánar auglýst síðar 

Þar sem jólahjartað slær

Í jólablaðinu 2021 er meðal annars að finna umfjöllun um öðruvísi skemmtun, hefðir í hreyfingu, einstaka samheldni íbúa, hús tækifæranna í Hellisgerði, fjölskyldurekin fyrirtæki, norðurljós, töfrum prýdd kaffihús, girnilegar uppskriftir, mikilvægi þess að njóta og slaka, hjartasvellið sem opnar í desember, samstarfsverkefni samfélaginu til heilla og síðasta en ekki síst Jólaþorpið sem opnar fyrstu helgi í aðventu. Heimsókn í Jólaþorpið og jólabæinn Hafnarfjörð er sannarlega orðin hefð hjá ansi mörgum á aðventunni. Jólablaðið í ár tekur m.a. þessu en efnið í heild á það sameiginlegt að vera hluti af samfélaginu og því sem fær hjarta Hafnarfjarðar og Hafnfirðinga til að slá. Jólablaðið er aðgengilegt í Fjarðarkaupum, Firði verslunarmiðstöð, þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, Bókasafni Hafnarfjarðar, Hafnarborg, Byggðasafni Hafnarfjarðar og í sundlaugum sveitarfélagsins.

Jólablað Hafnarfjarðar 2021

Við erum jólabærinn Hafnarfjörður

Skelltu þér á safn, í sund, í skógarferð með fjölskylduna, tónleika með vinahópnum, út að borða með makanum, á kaffihús með foreldrunum eða í alvöru kaupstaðarferð í hjarta Hafnarfjarðar. Skildu jólastressið eftir heima, forðastu fjöldann og komdu í heimsókn í huggulegasta heimabæ höfuðborgarsvæðisins. Mild jólaljós, ljúfir tónar, freistandi vörur, blómstrandi menning, óvæntar uppákomur og öðruvísi jóladagskrá. Fjölbreyttar og fallegar verslanir með áherslu á hönnun og veitingastaðir og kaffihús af bestu gerð þar sem njóta má á staðnum eða grípa dýrindis bakkelsi og njóta heima. Jólabærinn Hafnarfjörður tekur vel á móti þér og öllum þínum. 

 

Heiti lags: Nú mega jólin

Söngur: Rakel Björk Björnsdóttir
Lag: Héðinn Svavarsson
Texti: Ólafur Heiðar Harðarson

Ábendingagátt