Þú hýri Hafnarfjörður – vertu með í Gleðigöngunni

Fréttir

Fjölbreytileiki er forsenda framfara og með því að fagna fjölbreytileikanum sköpum við heilbrigðara samfélag fyrir okkur öll.  Hafnarfjarðarbær mun taka þátt í hápunkti Hinsegin daga, sjálfri Gleðigöngunni þar sem hinsegin fólk sameinast í ákalli um litríkara samfélag og fram fer laugardaginn 12. ágúst kl. 14.

Fjölbreytileiki er forsenda framfara og styrkur samfélagsins

Fjölbreytileiki er forsenda framfara og með því að fagna fjölbreytileikanum sköpum við heilbrigðara samfélag fyrir okkur öll. Hafnarfjarðarbær fagnar fjölbreytileikanum og mun halda áfram að ryðja veginn í átt að fullu jafnrétti og virðingu. Hafnarfjarðarbær mun taka þátt í hápunkti Hinsegin daga, sjálfri Gleðigöngunni þar sem hinsegin fólk sameinast í ákalli um litríkara samfélag og fram fer laugardaginn 12. ágúst kl. 14. Hinsegin hittingar í Hafnarfirði og jafningjafræðsla Vinnuskóla Hafnarfjarðar standa að framkvæmdinni og hvetja íbúa, starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar og öll áhugasöm til að fjölmenna og taka þátt í göngunni undir merkjum Hafnarfjarðarbæjar.

Gengið verður frá Tækniskólanum á Skólavörðuholti kl. 14 en mæting fyrir þau sem vilja ganga í hópi Hafnarfjarðarbæjar er kl. 12:30. Á staðnum verða fánar og skraut í takmörkuðu magni þannig að fyrstir koma, fyrstir fá!

Taktu þátt – skráning í viðburðinn á Facebook. Merkjum myndir okkar með #hfjpride

Almennar upplýsingar um Gleðigönguna 2023 er að finna hér

Ábendingagátt