Þýskir þingmenn heimsóttu Hafnarfjörð

Fréttir

Hlý og gagnleg umræða fór fram þegar þingmenn og föruneyti þýska þingsins heimsóttu Hafnarfjarðarbæ í vikunni. Hingað komu þeir vegna vinabæjartengslanna við þýsku borgina Cuxhaven.

Þýskir þingmenn heimsækja Hafnarfjarðarbæ

Hlý og gagnleg umræða fór fram þegar þingmenn og föruneyti þýska þingsins heimsóttu Hafnarfjarðarbæ í vikunni. Þýski þingmaðurinn Ingo Gädechens fór fyrir hópnum sem í voru þrír aðrir þýskir þingmenn, ritari og túlkur. Hópinn hittu einnig félagar í Cuxhaven vinabæjarfélagi Hafnarfjarðar.

Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri tók á móti hópnum og samræður hófust í Bookless Bungalow-húsi bæjarins. Sigurjón Ólafsson, sviðstjóri þjónustu- og þróunarsviðs, kynnti bæinn og fór yfir helstu tækifæri og áskoranir.

Kynntu sér starfshætti víða

Þýska sendinefndin stefndi á að fara víða og funda með forseta Alþingis, Umboðsmanni, lögreglustjóra og Orkustofnun. Í sendinefndinni voru til að mynda fulltrúar frá Goethe-stofnuninni og Þýskukennarafélaginu. Ferðinni var einnig heitið til Grænlands.

Þingmennirnir voru frá norðurhluta Þýskalands en Hafnarfjörður er vinabær Cuxhaven í Þýskalandi. Formlega var stofnað til vinarbæjarsamstarfs á haustmánuðum 1988 og hefur það vinabæjarsamband verið mjög virkt á margan hátt æ síðan.

 

Ábendingagátt