Til hamingju leikskólar!

Fréttir

Dagur leikskólans er í dag. Allir þeir sem starfa innan leikskóla landsins eru hvattir til að halda upp á daginn og nýta hann til þess að kynna hið mikilvæga starf sem fram fer innan veggja leikskólanna.

Dagur leikskólans er í dag og er hann haldinn hátíðlegur um land allt, nú í níunda sinn. Allir þeir sem starfa innan leikskóla landsins eru hvattir til að halda upp á daginn með leikskólabörnunum og nýta hann til þess að kynna opinberlega hið mikilvæga starf sem fram fer í leikskólum landsins. 

Heimsókn í Álfaberg

Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar, varði upphafi síns vinnudags í hópi barna og starfsmanna á leikskólanum Álfabergi að Breiðvangi 32 í Hafnarfirði.  Þar tók glaðbeittur og prúðbúinn hópur barna á móti „stjóranum“ eins og þau kölluðu hann, einhverjir strákanna í skyrtu og með bindi undir útifötunum og stelpur klæddar í kjóla.  Haraldur fékk kynningu á öllum deildum leikskólans frá leikskólastjóranum, Lilju Kolbrúnu Steinþórsdóttur, og tækifæri til að hitta starfsmenn og  börn deildanna.  Dagur leikskólans er  Í Hafnarfirði er dagurinn haldinn hátíðlegur innan hvers leikskóla og er hverjum og einum leikskóla í sjálfsvald sett hvað leiðir farnar eru í hátíðarhöldunum.

Aðgerðir til eflingar skólastarfsins

Samstarfsaðilar um Dag leikskólans halda daginn hátíðlegan með tvennum hætti. Blásið var til samkeppni um tónlistarmyndband leikskólanna í nóvember s.l. auk þess sem hvatningarverðlaunin Orðsporið verða veitt í fjórða sinn nú í dag, að þessu sinni þeim sem þykja hafa skarað fram úr við að fjölga karlmönnum sem hafa leyfisbréf til kennslu í leikskóla. Óskað var eftir tilnefningum til verðlaunanna í byrjun desember.  Orðsporið 2016 verður veitt við hátíðlega athöfn í Bíó Paradís. Úrslit í samkeppninni um besta tónlistarmyndbandið verða einnig kynnt í Bíó Paradís. Veitt verða verðlaun fyrir besta myndbandið, frumlegasta myndbandið og skemmtilegasta myndbandið.

Samstarfsaðilar um Dag leikskólans eru Félag leikskólakennara, Félag stjórnenda leikskóla, Samband íslenskra sveitarfélaga, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Heimili og skóli – landssamtök foreldra. 

 

 

Ábendingagátt