Til hamingju með afmælið!

Fréttir

Hafnarfjörður fagnar í dag 112 ára afmæli en sveitarfélagið fékk kaupstaðaréttindi þann 1. júní 1908. Ári seinna, þann 1. júní 1909, bjuggu 1469 manns í bænum og voru 109 börn skráð í barnaskóla bæjarins. Í dag búa í kringum 30.000 íbúar í Hafnarfirði og eru nemendur í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins orðnir tæplega 6000 í heild.

Hafnarfjörður fagnar í dag 112 ára afmæli en sveitarfélagið fékk kaupstaðaréttindi þann 1. júní 1908. Ári seinna, þann 1. júní 1909, bjuggu 1469 manns í bænum og voru 109 börn  skráð í barnaskóla bæjarins. Í dag búa í kringum 30.000 íbúar í Hafnarfirði og eru nemendur í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins orðnir tæplega 6000 í heild. 

Njótum Hafnarfjarðar á afmælisdaginn og alla aðra daga! 

Afmælisdaginn ber upp á frídegi. Í dag er tilvalið að njóta alls eða einhvers af því sem bærinn þinn Hafnarfjörður hefur upp á að bjóða; útivera, hreyfing, menning, verslun og veitingar. Sumaropnun hefst á öllum söfnum Byggðasafns Hafnarfjarðar frá og með deginum í dag með opnun á tveimur nýjum sýningum. Sundlaugarnar okkar eru opnar frá kl. 8-17.

Kíktu á heilt stafróf af hugmyndum frá bænum þínum

Yfirlit yfir fjölda náttúrufyrirbrigða og áhugaverðra staða

Útivist og náttúra í Hafnarfirði

Ábendingagátt