Til hamingju með daginn!

Fréttir

Hafnarfjarðarbær fagnar 108 ára kaupstaðarafmæli í dag en bærinn fékk kaupstaðarréttindi þann 1. júní 1908.  Hafnarfjarðarbær varð fimmta bæjarfélagið á Íslandi sem fékk kaupstaðaréttindi.

Hafnarfjarðarbær fagnar 108 ára kaupstaðarafmæli í dag en bærinn fékk kaupstaðarréttindi þann 1. júní 1908.  Hafnarfjarðarbær varð fimmta bæjarfélagið á Íslandi sem fékk kaupstaðaréttindi.

Lengi vel hafði Hafnarfjörður þá sérstöðu að aðalatvinnuvegur þar var ekki landbúnaður, eins og víða var,  heldur sjávarútvegur.  Mikill vilji var fyrir því að gera Hafnarfjörð að sérstöku sveitarfélagi strax árið 1876 vegna þessarar sérstöðu en það var ekki fyrr en 1908 sem bærinn náði þeim áfanga. Hafnarfjörður var fram að þeim tímapunkti hluti af Álftaneshreppi og síðar Garðahreppi. Eftir þónokkrar tilraunir var frumvarp um kaupstaðarréttindi Hafnarfjarðar lagt fyrir og samþykkt á Alþingi árið 1907. Tóku ný lög gildi þann 1. júní 1908 sem gerir daginn að opinberum afmælisdegi Hafnarfjarðarbæjar.

Á þeim 108 árum sem liðin eru frá því að Hafnarfjarðarbær fékk kaupstaðarréttindi sín hefur mikill vöxtur átt sér stað, íbúum og fyrirtækjum innan sveitarfélagsins hefur fjölgað til muna og umsvif á fjölbreyttum sviðum aukist.  Bæjarbúum hefur fjölgað úr 1.469 í ríflega 28.000 og eru fyrirtæki í Hafnarfirði orðin í kringum 1.200 talsins. 

Við fögnum afmælisdegi með tónleikum í Hásölum Strandgötu kl. 18.  Þar stígur á stokk hljómsveitin Amandus frá Cuxhaven skipuð 28 hljóðfæraleikurum á aldrinum 13 – 18 ára sem leika á fiðlur, selló, trompetta, básúnur, saxófóna og gítar.  Á tónleikunum leikur með þeim í nokkrum lögum nýstofnuð Sinfóníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar undir stjórn Ármanns Helgasonar.  

Til hamingju með daginn!

Ábendingagátt