Til hamingju þroskaþjálfar!

Fréttir

Þroskaþjálfar í Evrópu ganga almennt undir heitinu social educators og starfa að því sameiginlega markmiði að skapa farveg fyrir jöfnuð, réttlæti og lífsgæði meðal allra borgara. Alþjóðleg samtök þroskaþjálfa Internatoinal Association of social educators (AIEJI) halda upp á 2. október sem alþjóðlegan dag þroskaþjálfa.

Þroskaþjálfar
í Evrópu ganga almennt undir heitinu social educators og starfa að því
sameiginlega markmiði að skapa farveg fyrir jöfnuð, réttlæti og lífsgæði meðal
allra borgara. Alþjóðleg samtök þroskaþjálfa Internatoinal Association of social
educators (AIEJI) halda upp á 2. október sem alþjóðlegan dag þroskaþjálfa.

Þroskaþjálfar að störfum

Þroskaþjálfar
eru sú fagstétt sem er sérstaklega menntuð til að starfa með fötluðu fólki á
öllum aldri, frá vöggu til grafar.. Hugmyndafræði þroskaþjálfa byggir m.a. á
jafnrétti, virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti, sjálfstæðu lífi og mannhelgi,
þar sem hver manneskja er einstök og allir eiga rétt til fullrar þátttöku í
samfélaginu á eigin forsendum. Með þetta að leiðarljósi hafa þroskaþjálfar
tekið þátt í að móta þjónustu og ryðja burt hindrunum í samfélaginu í því skyni
að bæta lífsskilyrði og lífsgæði fatlaðs fólks. Auk þess er réttindabarátta og
réttindagæsla fatlaðs fólks stór þáttur í starfi þroskaþjálfa.

Störf
þroskaþjálfa eru afar mikilvæg hvar sem er í þjóðfélaginu og starfa
þroskaþjálfar á breiðum starfsvettvangi og í fjölbreyttum geirum samfélagsins.
Í  nýjum lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir
sem tóku gildi í gær þann 1. október 2018 er sérstaklega kveðið á um
þroskaþjálfa  í 26. gr. um hæfi starfsmanna. Þar kemur fram að “Sveitarfélög skulu hafa á að skipa
þroskaþjálfum til að starfa að verkefnum samkvæmt lögum þessum.” Þessi grein
áréttar mikilvægi og sérstöðu þroskaþjálfa í þjónustu við fatlað fólk.

Ábendingagátt