Tilboð í ræstingu í stofnunum Hafnarfjarðarbæjar

Tilkynningar

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í ræstingar fyrir ýmsar stofnarnir bæjarins og íbúðir á vegum félagsþjónustu bæjarins. Verkefnið felst í að ræsta stofnanir Hafnarfjarðarbæjar auk þess að leggja til alla hreinlætisvöru og sjá um áfyllingar á þeim. Skilafrestur tilboða er til kl. 14 mánudaginn 23. otóber.

Ræsting í stofnunum Hafnarfjarðarbæjar 2023

Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í ræstingar fyrir ýmsar stofnarnir bæjarins og íbúðir á vegum félagsþjónustu bæjarins. Verkefnið felst í að ræsta stofnanir Hafnarfjarðarbæjar auk þess að leggja til alla hreinlætisvöru og sjá um áfyllingar á þeim. Leikskólar í Hafnarfirði eru almennt opnir frá klukkan 8 til 17 alla virka daga, með undantekningu lögbundinna frídaga. Grunnskólar í Hafnarfirði eru í starfsemi í að minnsta kosti 180 daga á ári, eða samkvæmt auglýstu skólaári. Ræsting er því skipulögð í takt við það. Félagsþjónusta bæjarins stendur fyrir rekstri um 160 íbúða og þarf að ræsta. Verkefnið tekur einnig til annarra eininga og stofnana Hafnarfjarðarbæjar eins og bæjarskrifstofur og söfn þarf að ræsta allt árið.

Afhending útboðsgagna og móttaka tilboða fer fram á vefsvæði útboðsins: http://utbodsgatt.is/hafnarfjordur/raestingar-2023

Útboðsgögn afhent: 25.09.2023 kl. 22:36
Skilafrestur tilboða: 23.10.2023 kl. 14:00
Opnun tilboða: 23.10.2023 kl. 14:00

Öll útboð á vegum bæjarins má finna á Útboðsvefnum, sameiginlegum vettvangi opinberra útboða. Ef engin útboð eru í auglýsingu hjá bænum, birtast engar niðurstöður.

 

Ábendingagátt