Tilkynning vegna breytinga – Kvistavellir 63 og 65

Fréttir

Tilkynning vegna breytinga á deiliskipulagi við Kvistavelli 63 og 65, Vellir 5. Sveitarstjórn samþykkti að Kvistavellir verði þriggja íbúða raðhúss í stað parhúss og hefur deiliskipulagið verið sent Skipulagsstofnun til yfirferðar. 

Tilkynning vegna breytinga á
deiliskipulagi við Kvistavelli 63 og 65, Vellir 5.

Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 29.3.2017 tillögu að breyttu
deiliskipulagi lóðanna Kvistavellir 63-65 og að málinu verði lokið skv. 3. mgr.
41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin
felst í því að lóðirnar Kvistavellir 63 og Kvistavellir 65 eru sameinaðar í
eina lóð. Heimilað verði að byggja 3 íbúða raðhús í stað parhúss. Lögun byggingarreits
er breytt en stærð hans helst nær óbreytt. Bílastæðum fjölgar um 2.  Skilgreind er ný gerð raðhúsa R7. Að öðru
leyti gilda eldri skilmálar.

Breytingin var auglýst í
samræmi við 1. mg. 43. gr. skipulagslaga 123/2010, frá 17.01.2017 – 01.03.2017.
Athugasemdir bárust frá 5 aðilum og hafa umsagnir sveitastjórnar um þær verið
sendar þeim sem þær gerðu. Sveitarstjórn samþykkti að Kvistavellir verði 3 íbúða
raðhúss í stað parhúss og hefur deiliskipulagið verið sent Skipulagsstofnun til
yfirferðar.

Þeir sem óska frekari
upplýsinga geta snúið sér til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar.

Ábendingagátt