Nýtt stofnræsi á Völlum

Fréttir

Markmið fyrirhugaðra deiliskipulagsbreytinga er að koma fyrir stofnræsi frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Jafnframt er kynnt aðalskipulagsbreyting þar sem fyrirhuguð stofnlögn liggur um hverfisverndað hraun, skilgreint sem HVa8 og HVa9 í greinagerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.

Á fundi sínum þann 17. desember 2019 samþykkti skipulags- og byggingarráð að fyrirhugaðar breytingar á aðal- og deiliskipulagi er ná til svæðis innan Vallahverfis yrðu sendar skipulagsstofnun til umsagnar. Gerði stofnunin ekki athugasemdir við að skipulagsbreytingarnar yrðu auglýstar samhliða, samanber heimild samkvæmt 2. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Framangreint var lagt fram í bæjarstjórn til staðfestingar þann 4.3.2020.

Markmið fyrirhugaðra deiliskipulagsbreytinga er að koma fyrir stofnræsi frá Nóntorgi að Hraunvallaskóla. Jafnframt er kynnt aðalskipulagsbreyting þar sem fyrirhuguð stofnlögn liggur um hverfisverndað hraun, skilgreint sem HVa8 og HVa9 í greinagerð aðalskipulags Hafnarfjarðar 2013-2025.

Tillögurnar ásamt fylgigögnum verða til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagssviði að Norðurhellu 2 frá 10.03.-21.04.2020.

Hér er hægt að skoða breytingartillögurnar ásamt fylgigögnum:

Nánari upplýsingar eru veittar hjá umhverfis- og skipulagssviði.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar í síðasta lagi 21. apríl 2020. Athugasemdir óskast sendar með tölvupósti á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða bréfleiðis stílaðar á:

Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar
bt. umhverfis- og skipulagssvið Hafnarfjarðar
Strandgata 6
220 Hafnarfjörður

Ábendingagátt