Skipulagsbreytingar

Fréttir

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hellubraut 5 og 7. Breyting felst í því að á lóð við Hellubraut 5 verði nú heimilt að byggja tveggja hæða hús í stað 1,5 hæða og nýtingarhlutfall verði 0.53 í stað 0.45. Að öðru leyti gilda áfram núgildandi skilmálar fyrir lóðina.

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Hellubraut 5 og 7, 220 Hafnarfirði.

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum þann 28. júní 2016 að auglýsa tillögu að breytingu í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og samhliða grenndarkynna tillöguna skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breyting felst í því að á lóð við Hellubraut 5 verði nú heimilt að byggja tveggja hæða hús í stað 1,5 hæða og nýtingarhlutfall verði 0.53 í stað 0.45. Að öðru leyti gilda áfram núgildandi skilmálar fyrir lóðina. Núverandi hús ásamt bílskúr við Hellubraut 7 verði rifin og í stað þeirra byggt nýtt hús. Tillagan verður til sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 8-10 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu, Norðurhellu 2, frá 6. júlí til 17. ágúst 2016. 

Hægt er að skoða deiliskipulagstillöguna hér
Nánari upplýsingar eru veittar hjá Umhverfis- og skipulagsþjónustu.

Þeim sem telja sig hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar, eigi síðar en 17. ágúst 2016. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breytinguna innan tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

Ábendingagátt