Tillaga að hreystivelli við Ásvallalaug í kynningu

Fréttir

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 27. febrúar 2019 var samþykkt að kynna tillögu að hreystibraut og almennu leiksvæði fyrir yngri börn við Ásvallalaug. Hreystivöllurinn er innan lóðar laugarinnar.

Á fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs þann 27. febrúar
2019 var samþykkt að kynna tillögu að hreystibraut og almennu leiksvæði fyrir
yngri börn við Ásvallalaug. Hreystivöllurinn er innan lóðar laugarinnar og er áætlað
að vinna við 1. áfanga verksins hefjist á þessu ári en 2. áfangi sem er leiksvæði
barna mun hefjast síðar.

Sjá tillögu að uppdrætti HÉR

Nánari upplýsingar um hreystivelli almennt má finna á www.skolahreysti.is eða HÉR

Kynning um tillögu að Hreystivelli við Ásvallalaug hefur verið send til eigenda nærliggjandi húsa. Hægt er að senda inn athugasemdir og ábendingar við tillögu á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is  fyrir 22. mars næstkomandi.

Frekari upplýsingar er hægt að nálgast hjá Umhverfis- og
skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar Norðurhellu 2. 

Ábendingagátt