Skipulagsbreytingar – S33

Fréttir

Tillaga að breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 hvað varðar svæði S33 í Skarðshlíðarhverfi er komin í auglýsingu. Tillögur eru til sýnis í Þjónustuveri.

Svæði S33 í Skarðshlíðarhverfi


Breyting
á Aðalskipulagi 
Hafnarfjarðar 2013-2025 

Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 08.06.2016 að undangengnu samþykki
skipulags- og byggingarráðs þann 31.05.2016,  að tillaga að breytingu á aðalskipulagi
Hafnarfjarðar 2013-2025 hvað varðar svæði 33 í Skarðshlíðarhverfi dags.
19.01.2016, lagfært 30.05.2016, verði sett í auglýsingu skv. 31. grein
skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í því
að hluti svæðisins S33, í Skarðshlíðarhverfi, samfélagsþjónusta, breytist í
íbúðasvæði og sameinast íbúðasvæði ÍB 10. Á svæði S33 samfélagsþjónusta í
Skarðshlíðarhverfi, sem ætlað var fyrir hjúkrunarheimili, heilsugæslu, skóla og
leikskóla, verður nú skóli og leikskóli. S33 minnkar úr 4ha í 3ha og ÍB 10
stækkar úr 24ha í 25ha. Svæðið sem breytingin nær til er austan Hádegisskarðs
milli Hraunskarðs og Apalskarðs.

Breyting á deiliskipulagi Skarðshlíðar/Völlum
Hafnarfirði.
 

Bæjarstjórn
Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 08.06.2016, að undangengnu samþykki
skipulags- og byggingarráðs þann 31.05.2016, að auglýsa tillögu að breytingu á  deiliskipulagi Skarðshlíðar sem öðlaðist gildi
22. 07.2013 í samræmi við 43 gr. 
skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í því að svæði fyrir
íbúðabyggð er stækkað inn á svæði ætlað samfélagsþjónustu (S33). Byggð ætluð
fjölbýlishúsum (fjöleignarhúsum) er stækkuð og fyrirkomulagi þeirra og
skilmálum breytt.

Tillögurnar verða til
sýnis í þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og
skipulagsþjónustu að Norðurhellu 2, frá 14.06. til 02.08. 2016. Hægt er að
skoða aðalskipulagsbreytingu og 
deiliskipulagstillögu á hafnarfjordur.is
 Nánari upplýsingar eru veittar á
umhverfis- og skipulagsþjónustu.

Þeim sem telja sig
hagsmuna eiga að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytinguna
og skal þeim skilað skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar,
eigi síðar en 02.08.2016. Þeir sem eigi gera athugasemdir við breytinguna innan
tilskilins frests, teljast samþykkir henni.

F.h. umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðar

Skipulagsfulltrúi

Ábendingagátt