Tilnefning til hvatningarverðlauna MsH

Fréttir

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru fyrst afhent árið 2016. Þau eru veitt fyrirtæki, félagi eða einstakling sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum.

Hvatningarverðlaun Markaðsstofu Hafnarfjarðar voru fyrst afhent árið 2016. Þau eru veitt fyrirtæki, félagi eða einstakling sem hefur lyft upp bæjaranda Hafnarfjarðar með starfsemi sinni og athöfnum. Litið er á verðlaunin sem þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf við að gera Hafnarfjörð að betra samfélagi.

Tilnefning fyrir 2020 og verðlaunaafhending

Nú er komið að því að aðildarfyrirtæki markaðsstofunnar fá að tilnefna til verðlaunanna fyrir árið 2020. Nauðsynlegt er að senda inn tilnefningu fyrir þann 1. febrúar næstkomandi með því að smella hér. Tilkynnt verður um verðlaunahafa þann 25. febrúar en vegna sóttvarnaráðstafana verður viðburðurinn með breyttu sniði í ár.

Verðlaunahafar ársins 2019.

Verðlaunahafar ársins 2019

Nánari upplýsingar um hvatningarverðlaunin

Ábendingagátt