Tilnefninga óskað

Fréttir

Óskað er eftir tilnefningum til viðurkenningar fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2015 og er frestur til að skila inn tillögum til 1. maí nk.

Skólaskrifstofa Hafnarfjarðar óskar eftir tilnefningum til viðurkenningar fræðsluráðs Hafnarfjarðar árið 2015 en árlega er veittar 1-3 viðurkenningar. Markmið viðurkenningarinnar er að vekja athygli á mikilvægi skólastarfs með því að veita einstaka skólaverkefnum í Hafnarfirði sem þykja athyglisverð sérstaka viðurkenningu.

Leitað er að verkefnum sem hafa haft frumkvæði, fagmennsku og ábyrgð að leiðarljósi þar sem samvinna í skólastarfi hefur verið viðhöfð til að þróa kennslufræði og skólastarf til hagsbóta fyrir hafnfirsk börn og nemendur.
 
 Allir geta sent inn tilnefningar og skulu þær sendar Magnúsi Baldurssyni, sviðsstjóra fræðsluþjónustu Hafnarfjarðar, Strandgötu 6, 220 Hafnarfjörður eða á netfangið magnusb@hafnarfjordur.is til 1. maí nk. Með hverri  tilnefningu er æskilegt að fá stuttan rökstuðning fyrir henni.  Fræðsluráð kynnir síðan viðurkenningu/-ar sínar fyrir lok skólaársins.
 
 Fræðslustjórinn í Hafnarfirði.

Myndin er frá Hvaleyrarskóla en skólinn hlaut viðurkenninguna árið 2014 ásamt leikskólanum Hvammi.

Ábendingagátt