Tilraunaverkefni um sérhæfða skilnaðarráðgjöf framlengt

Fréttir

Félagsmálaráðuneyti hefur ákveðið að framlengja tilraunaverkefnið Samvinna eftir skilnað (SES) til júní 2022. SES er annars vegar rafrænn fræðsluvettvangur fyrir foreldra í skilnaðarferli og hins vegar sérhæfð skilnaðarráðgjöf á vegum félagsþjónustu sveitarfélaga. 

Félagsmálaráðuneyti hefur ákveðið að framlengja tilraunaverkefnið Samvinna eftir skilnað (SES) til júní 2022. SES er annars vegar rafrænn fræðsluvettvangur fyrir foreldra í skilnaðarferli og hins vegar sérhæfð skilnaðarráðgjöf á vegum félagsþjónustu sveitarfélaga. Verkefnið er unnið að danskri fyrirmynd og byggir efnið á nýjustu þekkingu, rannsóknum fræðimanna og reynslu fagfólks. Hafnarfjarðarbær hefur boðið upp á skilnaðarráðgjöf frá og með 1. júní 2020 og hefur hópur starfsmanna sérhæft sig á sviðinu. 

Skilnadur5Flottur hópur fagaðila á sviði fjölskyldu- og barnamála hjá Hafnarfjarðarbæ sem sinna þjónustunni.

Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins 

Samningur um innleiðingu verkefnis til reynslu var undirritaður í upphafi árs 2020. Verkefninu var ætlað að vara til ársloka 2020 en vegna aðstæðna tengdum Covid-19 taldist ekki komin nægjanleg reynsla á verkefnið á Íslandi til að gera raunhæft mat á gagnsemi þess. Verkefnið hefur fram að þessu náð til átta sveitarfélaga en næsta árið er stefnt að því að SES verði aðgengilegt fyrir alla foreldra í skilnaðarferli á Íslandi. 

Námskeið í 18 stafrænum áföngum 

Litið hefur verið á SES verkefnið hér á landi sem undirbúningsferli að mögulegu framtíðarskipulagi skilnaðarráðgjafar á fyrsta og öðru og þriðja stigi þjónustu við foreldra og börn á Íslandi. Fellur úrræðið mjög vel að markmiðum yfirstandandi lagabreytinga í þágu snemmtækrar þjónustu við íslensk börn. Í Samvinna eftir skilnað gefst foreldrum sem eru að skilja eða slíta sambúð tækifæri til þess að prófa námskeið í 18 stafrænum áföngum. Auk þess sem fagfólk hjá félagsþjónustu hjá þeim sveitarfélögum sem taka þátt í verkefninu býður sérstaklega upp á sérhæfða einstaklingsráðgjöf og námskeið fyrir fólk sem er skilið og á börn saman. Áætlað hefur verið að um það bil 1100 – 1200 börn árlega á landsvísu verði fyrir áhrifum af skilnaði foreldra, eða í kringum 700 barnafjölskyldur á ári.

Sjá eldri fréttir og tilkynningar um verkefni á vef

 

Ábendingagátt