Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um tilslakanir frá núgildandi reglum sem voru ræddar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lagt er til að þær taki gildi þann 28. ágúst eða á laugardag og fela þær í sér full afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og verið hefur, iðkendum verði fjölgað í 200 manns á íþróttaæfingum og -keppnum og sviðslistum, eins metra regla falli niður meðal áhorfenda á sitjandi viðburðum, veitingasala heimiluð í hléum og leyfilegur hámarksfjöldi gesta á veitingastöðum fari úr 100 í 200 í rými.
Sjá tilkynningu á vef Stjórnarráðsins – ljósmynd: Golli
Þá verður á næstu dögum unnið að útfærslu á tillögum sóttvarnalæknis um að hægt verði að hafa allt að 500 manns í hólfi á sitjandi viðburðum og engin fjarlægðarmörk gegn hraðprófum. Sú útfærsla verður unnin í nánu samráði við þau sem standa fyrir stórum viðburðum.
Reglum um sóttkví var breytt í vikunni með það að markmiði að þær séu síður íþyngjandi og settar hafa verið reglur um sjálfspróf og reglur um hraðpróf uppfærðar.
Temprun á útbreiðslu smita virðist ákjósanlegasta og ábyrgasta leiðin til þess að koma íslensku samfélagi smám saman úr hættuástandi vegna Covid-19. Það felur í sér að í stað þess að bæla niður smit með hörðum aðgerðum eða leyfa veirusmitum að ganga óheftum yfir samfélagið er stefnt að því að viðhafa aðgerðir og ráðstafanir sem hægja á útbreiðslu veirunnar. Þessi aðferð er að verulegu leyti í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi. Stefnt er að því að aðferðafræði temprunar gildi í takmarkaðan tíma, nema alvarlegar breytingar verði á eðli faraldursins, til dæmis vegna nýrra afbrigða. Temprun smita felur í sér að tekin eru skref í átt að frekari opnun en álag vegna veikinda dreifist á lengra tímabil heldur en ef aðgerðir eru aflagðar í einu vetfangi.
Á fundum ríkisstjórnar með fjölbreyttum hópi sérfræðinga og hagsmunaaðila hafa komið fram rík sjónarmið um mikilvægi þess að halda samfélaginu gangandi og takmörkunum sem minnstum í ljósi þess að bólusetning veitir góða vernd gegn alvarlegum veikindum. Í minnisblaði sóttvarnalæknis til heilbrigðisráðherra kemur fram að líkur á smiti hjá óbólusettum eru tvöfaldar miðað við hjá bólusettum. Á sama hátt kemur í ljós að líkur á innlögn á sjúkrahús eru fjórfaldar hjá óbólusettum miðað við bólusetta og líkur á innlögn á gjörgæslu sex til sjöfaldar. Þannig má fullyrða að útbreidd bólusetning hér á landi hefur dregið úr útbreiðslu en sérstaklega hindrað alvarlegar afleiðingar Covid-19.
Augljóslega þarf áfram að taka mið af stöðu faraldursins og nýjum gögnum og upplýsingum sem fram munu koma við allar ákvarðanir en í megindráttum er stefnt að því að viðhafa aðgerðir sem hægja á útbreiðslu veirunnar þegar ástæða er til en samfélagið þurfi að laga sig að því að lifa með veirunni án þess að hún hafi of mikil áhrif á daglegt líf.
Heilbrigðisráðherra hefur ráðist í umfangsmiklar ráðstafanir til að styrkja stöðu Landspítalans sem meðal annars fela í sér opnun fleiri gjörgæslurýma opnun hágæslurýna og opnun nýrra endurhæfingar- og líknarrýma. Þá hefur legurýmum verið fjölgað á öðrum stofnunum og samningar verið gerðir við einkaaðila um sérhæft starfsfólk. Áfram verður unnið með Landspítala að styrkingu spítalans til skemmri og lengri tíma.
Samhliða styrkingu heilbrigðiskerfisins til þess að bregðast við alvarlegum veikindum, örvunarbólusetningu þeirra hópa sem líklegastir eru til að veikjast alvarlega og öðrum aðgerðum sem þörf er á, er það sýn stjórnvalda að leið temprunar feli í sér sífellt minni takmarkanir eftir því sem ónæmi og mótstöðuþrek vex. Þannig verði smám saman unnt að draga úr kröfum um sýnatöku, sóttkví og einangrun, fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar, grímunotkun verði gerð valkvæð, áhersla aukin á einstaklingsbundna smitgát og sérstakar takmarkanir á opnunartíma veitinga- og skemmtistaða verði afnumdar í áföngum.
Eftir því sem lífið færist í sitt fyrra horf verður minni þörf fyrir ýmsar mótvægisaðgerðir af efnahagslegum og vinnumarkaðslegum toga en úrræði eins og átakið hefjum störf, framlenging á greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta, viðspyrnu- og lokunarstyrkir og greiðsla launa í sóttkví munu áfram styðja við fólk og fyrirtæki sem verða fyrir tekjumissi.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…