Tilvalið að draga fram heilsueflandi spilastokkana

Fréttir

Í árslok 2017 fengu öll heimili í Hafnarfirði heilsueflandi spilastokk að gjöf frá Heilsubænum Hafnarfirði. Spilin eru ekki einungis hefðbundin spil heldur búa þau yfir hugmyndum að afþreyingu, samveru og hreyfingu fyrir fjölskylduna alla allt árið um kring. 

52 heilsueflandi hugmyndir frá Heilsubænum Hafnarfirði

Í árslok 2017 fengu öll heimili í Hafnarfirði heilsueflandi spilastokk að gjöf frá Heilsubænum Hafnarfirði. Spilin eru ekki einungis hefðbundin spil heldur búa þau yfir hugmyndum að afþreyingu, samveru og hreyfingu fyrir fjölskylduna alla allt árið um kring. 

Spilum og fáum hugmyndir að afþreyingu á sama tíma

Hafnarfjörður er sannkölluð náttúruparadís og eru tækifæri til útivistar, heilsueflingar og afþreyingar fjölmörg.  Við hvetjum Hafnfirðinga til að draga fram spilin, spila og fá á sama tíma hugmyndir að afþreyingu fyrir fjölskylduna.  Markviss og reglubundin hreyfing er allra meina bót allt árið um kring og þá ekki síst nú þegar samkomubann gildir og íþróttastarf raskast.

Greið leið að náttúruperlum upplandsins

Áhersla hefur verið lögð á hreinsun stíga innanbæjar og ætti leiðin að vera nokkuð greið fyrir hjólandi og gangandi vegfarendur um allan bæ.  Leiðir að náttúruperlum upplandsins ættu einnig að vera mjög greiðar og eru Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar hvattir til að nýta sér fjölbreytta útivistarmöguleika í upplandinu. 

Nokkrar hugmyndir úr spilastokki – hér gildir að klæða sig eftir veðri

  1. Fjallganga á Helgafell
  2. Gönguferð í kringum Hvaleyrarvatn
  3. Fjöruferð
  4. Bókalestur
  5. Frisbígolf á Víðistaðatúni
  6. Brúkum bekki – 200 metrar a milli bekkja á helstu gönguleiðum
  7. Höfðaskógur
  8. Leik- og sparkvellir innan hverfa
  9. Ástjörn og Ásfjall
  10. Heillandi hafnarsvæði 
  11. Lautarferð í Hellisgerði
  12. Sögusýning á Strandstíg
  13. Hringur í kringum Lækinn 
Ábendingagátt