Tímabundin götulokun – Strandgata – Jólaþorpið

Jólabærinn Tilkynningar

Jólaþorpið opnar 14. nóvember. Til að tryggja öryggi gesta verða götur í nánd við hjarta Hafnarfjarðar lokaðar á opnunartíma Jólaþorpsins. Lokunin gildir frá 14. nóvember frá kl.17:00 til 23. desember til kl.20:00.

Sækjum gleðina í Jólaþorpið

Jólaþorpið okkar Hafnfirðinga á Thorsplani opnar 14. nóvember. Til að tryggja öryggi gesta verða götur í nánd við hjarta Hafnarfjarðar lokaðar á opnunartíma Jólaþorpsins. Lokunin gildir frá 14. nóvember frá kl. 17:00 til 23. desember til kl. 20:00.

Athugið að léttlokun verður við Strandgötu 49 svo íbúar komist heim. Þung lokun verður svo á mótum Strangötu og Gunnarssunds og öryggið að fullu tryggt frá þeim hluta götunnar.

Opnunartími Jólaþorpsins er eftirfarandi:

  • Föstudagar kl. 17-20
  • Laugardagar kl. 13-20
  • Sunnudagar kl. 13-18
  • Mánudaginn 22. des kl. 17-20
  • Þriðjudaginn 23. des, Þorláksmessu, kl. 13-21
  • ATH. Strandgata verður opin fyrir viðbragðsaðila

Takið eftir. Bílastæðin við Linnetstíg eru opin Einnig þau hjá Firði. Hafnarfjörður bendir gestum lengra að á að ferð með strætó er ein allra besta leiðin til að njóta í Jólaþorpinu.

Fyrirfram þakkir fyrir sýndan skilning!

Ábendingagátt