Tímabundin lokun rampa sunnan við Strandgötubrú

Fréttir

Þriðjudaginn 14. apríl mun verktaki loka aðrein að Reykjanesbraut frá Strandgötu, suðvestan Strandgötubrúar, vegna vegaframkvæmda. Þá verða báðir ramparnir sunnan við Strandgötubrú lokaðir.

Þriðjudaginn 14. apríl mun verktaki loka aðrein að Reykjanesbraut frá Strandgötu, suðvestan Strandgötubrúar, vegna vegaframkvæmda. Þá verða báðir ramparnir sunnan við Strandgötubrú lokaðir.

Hjáleiðir eru um Krýsuvíkurveg, Ásbraut og Kaldárselsveg.
Þessi lokun mun standa yfir fram yfir mánaðarmót.

 Reykjanesbraut_1586811758279

Upplýsingasíða um tvöföldun Reykjanesbrautar

Nú hyllir undir að lokið verði við tvöföldun Reykjanesbrautar í gegnum Hafnarfjörð. Framkvæmdir eru þegar komnar af stað og er ráðgert að þær muni standa yfir þar til seint haustið 2020. Verkið er samvinnuverkefni Vegagerðarinnar og Hafnarfjarðarbæjar.

Sjá upplýsingasíðu um tvöföldun Reykjanesbrautar

Ábendingagátt