Skerðing á skólastarfi – unnið að skipulagningu

Fréttir

<<English below>> Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

<<English below>>

Tilkynning frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu er varðar starfsemi grunnskóla og og leikskóla.

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.

Mánudagurinn 16. mars verður starfsdagur í öllum skólum

Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs m.v. ofangreindar ákvarðanir. Þegar hefur verið ákveðið að mánudaginn 16.mars verði starfsdagur í leikskólum, grunnskólum og tónlistarskólum á höfuðborgarsvæðinu til þess að stjórnendur og starfsmenn grunn- og leikskóla geti skipulagt skólastarfið sem best á þessu tímabili sem takmörkunin nær til. Starfsdagur þýðir að starfsfólk mætir til vinnu en nemendur leikskóla og grunnskóla mæta ekki í skólann þennan mánudag. 

Fylgjumst vel með!

Foreldrar leik- og grunnskólabarna eru beðnir um fylgjast vel með upplýsingum sem birtast munu um helgina og á mánudaginn m.a. á síðum sveitarfélaganna og síðum grunn- og leikskóla. Þá eru í undirbúningi sameiginlegar leiðbeiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um frístundaheimili, íþróttastarf, íþróttamannvirki, skólahljómsveitir og aðrar tómstundir barna.


Schools closed on Monday 16 March due to organizational day

Compulsary
schools, preschools and day care centres in the greater capital area will be
closed on Monday 16 March, as school managers and general staff
must organize school activities for the next 4 weeks, in
accordance to new directives from the Ministry of Health and the Director of
communicable disease control. The Minister of Health has declared a ban
on mass gatherings as of midnight 15 March in order to curb further spread
of the corona virus Covid-19. All the municipalities in the greater Reykjavík area have sent out a
communal notice about compulsory schools, preschools and after-school programs.

The Minister of Health has decided to put in order temporary restrictions on
schools. This means that compulsory schools and preschools in the country will
have to operate according to limitations imposed by communicable disease
control. The municipalities in the Reykjavík area will work in accordance with
the restrictions to organize school activity. A decision has already been taken to keep all compulsory and preschool
children at home on Monday 16 March, so that all school staff can
have an organizational day.

Parents and guardians are kindly asked to stay alert to new instructions and
information that will be published over the weekend and on Monday, on our
website and the websites of compulsory- and preschools. New instructions about day care centers, sporting activities, sport
facilities, school bands and other leisure activities of children are currently
being revised.

Ábendingagátt