Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Nýárskveðja bæjarstjóra. Áramót eru tíminn þar sem margir leiða hugann að sigrum og afrekum ársins og því sem ætlunin var að gera. Að baki er ansi lifandi og skemmtilegt ár hjá Hafnarfjarðarbæ sem einkenndist af öðruvísi áskorunum og því að marka veginn til framtíðar. Ég horfi bjartsýnn fram á veginn og hlakka til komandi mánaða með mínu fólki.
Áramót eru tíminn þar sem margir leiða hugann að sigrum og afrekum ársins og því sem ætlunin var að gera. Að baki er ansi lifandi og skemmtilegt ár hjá Hafnarfjarðarbæ sem einkenndist af öðruvísi áskorunum og því að marka veginn til framtíðar. Ég horfi bjartsýnn fram á veginn og hlakka til komandi mánaða með mínu fólki. Öll verkefni þarfnast undirbúnings og erum við starfsmenn Hafnarfjarðarbæjar á árinu búin að undirbúa næstu vikur og mánuði sem munu einkennast af aukinni þjónustu, auknum framkvæmdum og auknu viðhaldi sem hefur verið ábótavant um árabil.
Við þurfum að hugsa vel um innviði okkar og eignir, um veitta þjónustu og um þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að geta veitt þá fyrirmyndarþjónustu sem við viljum vera þekkt fyrir að veita. Áhersla verður lögð á það á nýju ári að efla og styrkja fagsvið sveitarfélagsins gagngert til að styrkja mannauðinn okkar, starfsstéttirnar í heild og þar með veitta þjónustu til allra hlutaðeigandi aðila. Fyrir mér sem bæjarstjóra er það stór áfangasigur að sjá fram á það að tæpum 400 milljónum króna verði á nýju rekstrarári varið í langþráða uppbyggingu og eflingu. Hér er um að ræða milljónir sem varið verður í verkefni sem hafa verið á óskalista fagsviðanna um nokkurt skeið en lítið svigrúm gefist til ígjafar. Við munum á nýju ári gefa í hvað varðar snjómokstur, sópun gatna, slátt og hreinsun bæjarins. 150 milljónir fara í þróunarsjóð menntamála sem nær m.a. til tækjabúnaðar, námskeiða og innleiðingar á nýrri tækni. Við höldum endurnýjun á tölvubúnaði innan skólanna áfram en á núverandi rekstrarári var hátt í þriðjungur af tölvubúnaði grunnskólanna endurnýjaður. Fjölgreinadeildin okkar við Lækjarskóla hefur fengið aukið fjármagn, frábært og þarft starf sem þar fer fram og um að ræða þjónustu við mikilvægan hóp samfélagsþegna sem þurfa á aðlagaðri menntun og hvatningu að halda. Leikskólakennarar og deildarstjórar leikskóla munu fá aukið fjármagn í undirbúning og hækkun er á framlagi til foreldra með börn hjá dagforeldrum. Við stefnum að því á árinu að fara í aðgerðir sem miða að því að auka starfsánægju kennara, bæta starfsumhverfi þeirra ásamt því að auka menntunarstig starfsfólks á heimilum fatlaðs fólks. Nýr grunnskóli mun taka til starfa í bráðabirgðahúsnæði á árinu. Þessi listi er ekki tæmandi og fleiri þjónustuhvetjandi aðgerðir í farvatninu.
Við munum á árinu framkvæma fyrir um 3,5 milljarða króna. Nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili mun rísa við Sólvang og stendur til að tengja nýbygginguna við núverandi byggingu og nýta Sólvang að hluta sem þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu. Við höldum enn í vonina að geta bætt þar við 20 hjúkrunarrýmum til viðbótar við þau rými sem þar eru fyrir því þörfin er svo sannarlega til staðar. Skarðshlíðin í heild verður ein af stóru framkvæmdum ársins og mun uppbygging fara af stað um leið og snjóa leysir og frost fer úr jörðu. Við höfum þegar úthlutað lóðum í Skarðshlíð undir 18 fjölbýlishús með 167 íbúðum. ASÍ hafði áður fengið úthlutað lóð fyrir 32 íbúðir og mun í heild á fjórum árum fá úthlutað lóðum fyrir 150 íbúðir sem hugsaðar eru í leigu fyrir tekjuminni einstaklinga. Svæði ofar í hlíðinni, ætlað einbýlis-, par- og raðhúsum, er í hönnunar- og skipulagsferli sem nú er í auglýsingu og ráðgert er að ljúki í upphafi á nýju ári. Við þurfum nýjan skóla á svæðið, bæði til að taka vel á móti nýjum íbúum en ekki síður til að létta álagi af Hraunvallaskóla sem er orðinn ansi þétt setinn, bæði leik- og grunnskólinn. Framkvæmdir við nýjan leik- og grunnskóla í Skarðshlíð munu hefjast á árinu. Nýtt æfinga- og kennsluhúsnæði mun rísa á svæði Hauka á Ásvöllum á nýju ári sem mun efla íþróttalífið í Firðinum enn frekar. Auk þess sem gervigras hjá FH verður endurnýjað. Við bættum þremur félagslegum íbúðum við á árinu 2016 og munum verja um 200 milljónum króna til viðbótar í félagslegar íbúðir á nýju ári.
Ég hef verið bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar í rúm tvö ár og hef á þessum tíma upplifað miklar breytingar og tækifæri til framkvæmda og betrumbóta. Að einhverju leyti fylgja breytingarnar þeirri þróun sem er að eiga sér stað í samfélaginu. Að öðru leyti stafa breytingarnar af breytti hugsun og endurskipulagningu í rekstri sveitarfélagsins. Það að reka sveitarfélag er lítið öðruvísi en að reka fyrirtæki. Reksturinn þarf að bera sig og þjónustan þarf að standa undir merkjum þannig að núverandi „viðskiptavinir“ haldi áfram að vera viðskiptavinir og nýjir bætist við. Við sem sveitarfélag stefnum að því að vera til fyrirmyndar í þessum efnum og byggja allt okkar á góðum og sterkum grunni til framtíðar. Já, tækifæri til uppbyggingar og framkvæmda í Hafnarfirði eru þegar fjölmörg og opnast ný tækifæri nær á degi hverjum. Uppbygging og vöxtur veltur á því hversu móttækileg við sem sveitarfélag og samfélag erum fyrir nýjungum, breytingum og viðbótum á fjölbreyttu sviði. Húsið Dvergur verður rifið og mun það breyta til muna bæjarmyndinni í miðbæ Hafnarfjarðar. Það stefnir allt í að Hafró komi sér fyrir við Hafnarfjarðarhöfn sem er í mikilli endurskipulagningu, mislæg gatnamót verða vonandi loksins sett upp við Reykjanesbraut / Krýsuvíkurveg og stórt hótel á teikniborðinu við Fjörð sem gæti breytt svo um munar verslun og þjónustu á svæðinu og færa okkur fleiri innlenda og erlenda ferðamenn, svo fátt eitt sé nefnt. Við höfum lítið tekið þátt í örum vexti ferðaþjónustunnar og eigum töluvert inni þar sem samfélag. Við erum jú sá staður sem ferðamenn fara langflestir í gegnum á leið sinni til og frá landinu og höfum þegar allt til þess að bera að sinna þeim vel með fjölbreyttri upplifun og þjónustu, náttúrufegurð og gestrisni. Ég er stoltur af skrefum okkar í uppbyggingarátt, tel að við höfum vandað hvert skref og að það muni skila sér til lengri tíma litið. Við höldum enn í gildi okkar og viljum og eigum sjálf að stjórna ferðinni. Nú er runninn upp tími framkvæmda og verður það í samstarfi allra hlutaðeigandi aðila. Við treystum því að fyrirtæki og einstaklingar stökkvi um borð á þennan vagn með okkur og munum við eftir megni reyna að greiða leiðina. Árið 2015 einkenndist af greiningum, tölum og rekstrarlegum úttektum. Árið 2016 einkenndist af endurskipulagningu, forgangsröðun framkvæmda, samstillingu starfsmanna og þegar uppi er staðið mikilvægri yfirsýn og skilningi á stöðu sveitarfélagsins. Árið 2017 mun einkennast af aukinni þjónustu og framkvæmdum sem munu til lengri tíma litið styrkja stöðu sveitarfélagsins, efla það og gera enn eftirsóknarverðara til búsetu og reksturs. Þetta tekst með samstilltu átaki okkar allra, jákvæðni og því að horfa á nærumhverfið með ný tækifæri og möguleika í huga.
Ég vil nota tækifærið og þakka íbúum og fyrirtækjum í Hafnarfirði fyrir gott ár í öllu tilliti. Samhliða þakka ég öllu því góða fólki sem hjá bænum starfar fyrir framlag þeirra og störf í þágu bæjarins og þar með samfélagsins í Hafnarfirði.
Leggjum áherslu á það á nýju ári að vaxa og dafna í verkefnum okkar og njóta þess að vera til. Mínar bestu nýárskveðjur til ykkar allra með þakklæti fyrir árið sem er að líða.
Haraldur L. Haraldsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.