Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær er þessa dagana að stíga tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi til framtíðar með það að markmiði að fjölga fagfólki í leikskólum bæjarins og auka sveigjanleika. Nýjustu aðgerðir sveitarfélagsins fela meðal annars í sér aukið samræmi á milli fyrstu skólastiganna og mótun á leikskólaumhverfi sem svarar betur þörfum skólasamfélagsins og þeirri þróun sem átt hefur sér stað í íslensku samfélagi og starfsumhverfi síðustu ár.
Hafnarfjarðarbær er þessa dagana að stíga tímamótaskref í eflingu og þróun á leikskólastarfi til framtíðar með það að markmiði að fjölga fagfólki í leikskólum bæjarins og auka sveigjanleika. Nýjustu aðgerðir sveitarfélagsins fela meðal annars í sér aukið samræmi á milli fyrstu skólastiganna og mótun á leikskólaumhverfi sem svarar betur þörfum skólasamfélagsins og þeirri þróun sem átt hefur sér stað í íslensku samfélagi og starfsumhverfi síðustu ár. Þegar samþykkt var árið 2019 að eitt leyfisbréf gilti til kennslu á bæði leik- og grunnskólastigi fækkaði fagfólki í leikskólum á landsvísu og vill Hafnarfjarðarbær snúa þessari þróun við.
„Við erum að stíga mikilvæg tímamótaskref í leikskólamálum hér í Hafnarfirði sem eru til þess fallin að umbylta starfsumhverfi leikskólastarfsfólks og snúa við þróun sem er engum til framdráttar. Við viljum fleira fagfólk í leikskólana og fagfólkið okkar kallaði eftir breytingum. Þessi skref munu efla og styrkja leikskólaumhverfið og auka mikilvægan sveigjanleika til framtíðar“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Full vinnutímastytting hefur verið innleidd í öllum leikskólum Hafnarfjarðarbæjar og unnið eftir útfærslum sem henta starfseminni á hverjum stað sem skerða hvorki þjónustu né gæði leikskólastarfsins. Nýtt vinnutímafyrirkomulag nær til alls starfsfólks leikskólanna og er útfærslan ólík á milli starfsfólks og starfsstöðva. Stærsta breytingin er að frá og með 15. desember 2022 er starfsár starfsfólks í Félagi leikskólakennara og annars háskólamenntaðs starfsfólks innan leikskóla Hafnarfjarðarbæjar sambærilegt starfsári grunnskólakennara. Þetta þýðir að starfsfólkið mun taka út fulla vinnutímastyttingu, samningum og samþykktum samkvæmt, í kringum hátíðir, vetrarfrí og með lengra fríi á sumrin. Samhliða er unnið að endurskipulagningu á starfsári leikskólanna með það fyrir augum að færa skipulagið nær skipulagi grunnskólastarfsins með virku og faglegu námi stóran hluta ársins og faglegu tómstunda- og frístundastarfi með öðruvísi áherslum þar fyrir utan.
Áfram verður áhersla lögð á að efla og styrkja ófaglært starfsfólk innan leikskólanna meðal annars með stuðningi til réttindanáms í faginu og til skoðunar eru aðgerðir sem munu hafa jákvæð og hvetjandi áhrif á þann mikilvæga hóp í heild. Miklar vonir eru bundnar við að nýtt fyrirkomulag efli og styrki fagstarf innan leikskólanna til framtíðar og fjölgun verði í hópi fagmenntaðra á mikilvægum mótunarárum í lífi ungra barna. “Það eru spennandi tímar framundan í leikskólum Hafnarfjarðar. Nýverið samþykktum við jafnframt heimgreiðslur til foreldra, stofnstyrki og hækkun á niðurgreiðslu til dagforeldra sem lið í þeirri vegferð að auka valmöguleika fyrir foreldra ungra barna,” segir Rósa.
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…