Tími umbúða er í desember – Ruslumst í Sorpu

Fréttir

Helstu afsláttardagar fyrir þessi jól eru frá og nú streyma pakkar og pinklar í hús. Já, það er gaman að opna bakka. Svo fara umbúðirnar best til Sorpu.

Sorpa bíður eftir þér og þínu

Helstu afsláttardagar fyrir þessi jól eru frá – Dagur einhleypra, svartur föstudagur og rafrænn mánudagur. Nú streyma pakkar og pinklar í hús. Já, gaman er að opna pakka. Svo þarf að ganga frá umbúðunum!

Þessari stærstu verslunarvertíð ársins fylgir mikið af umbúðum og rusli. Það fyllir tunnurnar við heimilin fljótt. Sorpa biðlar því til ykkar að sýna almenna tillitssemi, sér í lagi í fjölbýli. Við erum hvött til að nýta okkur þá þjónustu sem í boði er.

Grenndarstöðvar eru um 90 talsins á höfuðborgarsvæðinu. Átta eru hér í Hafnarfirði. Þrjár taka pappann.

 

Hér getur þú fundið grenndarstöð í þínu hverfi: www.sorpa.is.

Sorpa bendir á að grenndarstöðvar hennar skiptast í litlar og stórar. Þær minni taka á móti gleri, málmumbúðum og flöskum og dósum. Stærri stöðvar taka einnig á móti pappír, pappa og plastumbúðum. Þessar stöðvar eru hugsaðar til þess að íbúar geti losað sig við þennan úrgang, sem stóreykst um hátíðirnar.

„Ef þú ert með stórar umbúðir og enn fleiri flokka, þá tökum við vel á móti þér á Endurvinnslustöðvum SORPU,“ segja starfsmenn og taka vel á móti okkur.

Já, Sorpa fríar þig frá umbúðunum. Það er leikur að flokka.

Ábendingagátt