TÍST dagur í Lækjarskóla

Fréttir

Fimmtudaginn 10. október ætlar hluti af starfsmönnum Lækjarskóla að leyfa áhugasömum notendum Twitter að skyggnast á bak við grunnskólatjöldin, tísta frá hefðbundnum skóladegi og gera starf, sem iðar af lífi og fjöri, meira sýnilegt umheiminum. 

Skólasamfélagið í Hafnarfirði iðar af lífi og fjöri alla daga og hefur haustið farið einstaklega vel af stað. Verkefni innan beggja skólastiganna eru fjölbreytt og enginn dagur eins. Fimmtudaginn 10. október ætlar hluti af starfsmönnum Lækjarskóla í Hafnarfirði að leyfa áhugasömum notendum Twitter að skyggnast á bak við grunnskólatjöldin, tísta frá hefðbundnum skóladegi og gera starf, sem iðar af lífi og fjöri, meira sýnilegt umheiminum.

LaekjarskoliTwitterLaerumILaekjo

Fimmtudaginn 10. október mun hluti starfsfólks Lækjarskóla tísta á Twitter undir myllumerkinu #einnskóladagur og #lærumílækjó. Markmið og tilgangur með framtakinu er að gera hefðbundinn dag í skólastarfi meira sýnilegan umheiminum, þar sem allajafna gengur mikið á í leik og starfi nemenda og starfsfólks. Allt frá því að starfsmenn og nemendur mæta í skólann og hengja af sér útifötin, til morgunmats, kennslustunda, frímínútna, hádegisverðar, fundahalda og allskyns verkefnavinnu. Þannig verður hversdagurinn í skólanum, sem er dásamlegur eins og hann er, festur á filmu. 

Við hvetjum alla áhugasama til að fylgjast með hefðbundnum degi í skólastarfi! 

https://www.youtube.com/watch?v=K8pRt60lgr0

Ábendingagátt